Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 164 e γ fol.

Orms þáttur Stórólfssonar ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-4v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Þáttur Orms Stórólfssonar

Upphaf

Ketill hængur hét maður sonur Þorkels Naumdæla …

Niðurlag

… og þótti æ hinn mesti maður og varð ellidauður og hélt vel trú sína.

Baktitill

Og lýkur þar söguþætti þessum frá Ormi Stórólfssyni.

Athugasemd

Handritið í heild hefur verið borið saman við handritið AM 160 fol. sem skrifað er af Jóni Erlendssyni (sbr. athugasemd Árna Magnússonar á blaði 1r og seðil). Hér eru titill þáttar, upphaf og baktitill þáttarins út frá lesbrigðum úr samanburðarhandriti:

  • Titill þáttar: Söguþáttur af Ormi Stórólfssyni.
  • Upphaf þáttar: Hængur hét maður son Ketils Naumdæla.
  • Baktitill þáttar: Og lýkur þar þætti Orms Stórólfssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Hjörtur sem stendur á fótstalli, ásamt blómi // Ekkert mótmerki ( 2 , 4 ).

Blaðfjöldi
4 blöð (318 mm x 202 mm). Neðri hluti blaðs 4v er auður.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking 103-110.
  • Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki (fyrir miðju blaði) 1-4.

Kveraskipan

4 kver:

  • I: spjaldblað - fylgigögn 1 (tvö blöð)
  • II: bl. 1-2 (1 tvinn: 1+2)
  • III: bl. 3-4 (1 tvinn: 3+4)
  • IV: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 155 mm.
  • Línufjöldi er ca 40-45.
  • Síðutitlar (sjá t.d. blöð 2v-3r).
  • Griporð (sjá t.d. blað 3r).
  • Kaflaskipting: i-x (kafli i er ónúmeraður (sjá t.d. blöð 1r og 4v)).
  • "V" á spássíu er tilvísun í vísur í textanum (sjá t.d. blað 2v).

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur.
  • Kansellískrift.

Skreytingar

  • Titill sögunnar og fyrsta lína textans eru með stærra letri en meginmálið og stafir blekfylltir (sjá blað 1r).

  • Griporð eru afmörkuð af fínlegu hringlaga pennaflúri (sjá t.d. 2v-3r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Pappaband (320 mm x 207 mm x 4 mm) frá 1772-1780.

Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Seðill (49 mm x 179 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þáttur af Ormi Stórólfssyni úr bók í grænu bandi er ég fékk af séra Jóni Torfasyni á Breiðabólstað Confereraður við hönd séra Jóns Erlendssonar í Villingahollti.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I, bls. 134. Það var áður hluti af stærri bók (í grænu bandi, sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 15 fol., AM 144 fol. og AM 188 fol.

Ferill

Bókina sem handritið var tekið úr fékk Árni Magnússon frá sr. Jóni Torfasyni á Breiðabólsstað (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

ÞÓS skráði 24. júní 2020.

VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 9. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010,

DKÞ grunnskráði 31. október 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í  23. desember 1885 Katalog I; bls. 134134 (nr. 228).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn