Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 i fol.

Íslendingabók ; Ísland, 1681

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-18r)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fröða

Vensl

Eintak af A-gerð, runnið frá AM 113 b fol.

Upphaf

[Í]slendingabók gjörða ég fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… eg heitir [!] Ari.

Athugasemd

Árni Magnússon bar saman við AM 113 e fol., sem hann taldi vera afrit af þessu handriti (sbr. seðil í AM 113 d fol.).

Efnisorð
1.1 (1r)
Formáli
Upphaf

[Í]slendingabók gjörði eg fyrst ...

Niðurlag

að öllum Norvegi.

Athugasemd

Fyrir neðan formálann og á undan meginmálinu er yfirlit yfir efni bókarinnar.

Efnisorð
1.2 (1v-16v)
Um Íslandsbyggð
Titill í handriti

Incipit libellus Islandorum.

Upphaf

[Í]sland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar ...

Niðurlag

Hér lýkur sjá bók.

Efnisorð
1.3 (16v-17r)
Ættartölur
Efnisorð
1.3.1 (16v-17r)
Kyn biskupa Íslendinga og ættartala
Titill í handriti

Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala.

Upphaf

Ketilbjörn landnámsmaður ...

Niðurlag

... Ketils er nú er biskuð að Hólum næstur Jóhanni.

Efnisorð
1.3.2 (11r-18r)
Nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga
Titill í handriti

Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga.

Upphaf

Ingvi Tyrkjakonungur ...

Niðurlag

... föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Dárahöfuð með kraga og sjö bjöllum (1, 2, 4, 5, 7, 11, 12, 13, 14).

    Mótmerki: tveir stafir (PD?) (3, 6, 8, 8, 10, 15, 17).

  • Á innskotsblaði 18, er efri hluti skjaldarmerki Amsterdams.

Blaðfjöldi
i + 18 + i blað (198-200 mm x 161-162 mm). Blað 18v er autt.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-18.
  • Fimmta hvert blað hefur verið merkt síðar með bleki.

Kveraskipan
Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-18 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13, 17, 18) 4 tvinn, 2 stök blöð.
  • Stöku blöðin voru upprunalega hluti af öðru tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 145-155 mm x 112-120 mm.
  • Línufjöldi er 17-18.
  • Eyður fyrir upphafsstöfum.
  • Griporð.

Ástand

  • Bleksmitun, leturflötur hefur dökknað.

Skrifarar og skrift

Með hendi Páls Ketilssonar á Staðastað, kansellíbrotaskrift.

Skreytingar

Bókahnútur á eftir athugasemdum á bl. 18r.

Sum griporð smá skreytt með tveimur línum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 18 er innskotsblað með hendi Árna Magnússonar með niðurlagi bókarinnar. Líklega skrifað eftir blaði sem hann hefur rifið frá þegar hann tók bókina í sundur.
  • Athugagreinar um tímatal (landnám og lagaskrif) á bl. 18r, ef til vill eftir skrifara Pál Ketilsson en með hendi Árna Magnússonar. Þar kemur fyrir ártalið 1681.
  • Athugagrein um fæðingar- og dánarár Ara fróða á bl. 1r, líklega með hendi skrifara.

Band

Band frá árunum 1772−1780 (198 mm x 162 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (178 mm x 146 mm) með hendi Árna Magnússonar: Frá monsieur Guðmundi Þorleifssyni og var þá saman við nokkur fornyrði með sömu hendi. Nokkrar íslenskar sögur með hendi séra Ketils Jörundssonar. Persíus rímur Guðmundar Auðunssonar. Annáladröslur fánýtar. Ættartölur lítilsháttar og nokkuð annað rugl. Þetta Ara fróða exemplar er progenies codicis A non nero apographum codicis B. Þennan Ara fróða mun séra Páll pantað hafa fyrir Pál Jónsson á Skarðsá því á Skarði hefur Guðmundur, óefað, kunnað fengið. Verte. [Á baksíðu er framhald] Þennan Ara fróða hefi ég consererað við eitt annað mitt pappírs exemplar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Guðmundi Þorleifssyni í Brokey einhvern tíma á árunum 1702−1712 og tók í sundur. Guðmundur hafði fengið hana frá Páli Jónssyni á Skarði, en bókin mun hafa verið skrifuð fyrir hann (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 7. febrúar 2024.
  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 23.-24. nóvember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 21. nóvember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 31. október 1885 ( Katalog I, bls. 77-78, (nr. 140)).

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1971.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Óláfs saga Tryggvasonar en mesta
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Athugasemdir við bók Más Jónssonar um Árna Magnússon, Gripla
Umfang: 11
Lýsigögn
×

Lýsigögn