Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 4433 V 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1850-1900

Tungumál textans
franska (aðal); íslenska; danska

Innihald

1 (1r-5r)
Franskar stílaæfingar
Titill í handriti

1re leçon

Athugasemd

Æfingarnar eru 6, númeraðar á frönsku.

2 (6v)
Vínið
Titill í handriti

Vínið. Lag: Líti ég um loftin blá

Upphaf

Vínið glóir glösum á …

Lagboði

Líti ég um loftin blá

Athugasemd

1 erindi.

3 (6v)
Skilnaðarvísur.
Titill í handriti

Skilnaðarvísur. Lag Sjáið hvar sólin

Upphaf

Kominn er dagur að kveldi …

Lagboði

Sjáið hvar sólin

Athugasemd

Undir vísunum er nafnið Jónas Jónasson

Efnisorð
4 (7r)
Sönglistin
Titill í handriti

Sönglistin. Lag: Sem berglindin

Upphaf

Mér blíðlega söngraddir svala …

Lagboði

Sem berglindin

Athugasemd

2 erindi.

5 (7r-7v)
Kvennaminni
Titill í handriti

Kvennaminni. Lag sem við Lorelei

Upphaf

Svo lengi sem lyfta sér hrannir …

Lagboði

Lorelei

Athugasemd

3 erindi.

6 (7v)
Skagafjörður
Titill í handriti

Skagafjörður

Upphaf

Fagurt nú ljómar þú fjörðurinn kær …

Athugasemd

3 erindi.

7 (8r)
Sýning í Skagafirði 1891
Titill í handriti

Kvæði til sýningarinnar í Skagafirði 28. maí 1881. Byrjunarljóð. Lag: Skjærm du vor Zar, O Gud …

Upphaf

Vorblíðan vöknuð er, vaknar úr dróma …

Lagboði

Skjærm du vor Zar, O Gud

Athugasemd

4 erindi.

8 (8r-8v)
Minn ljúfi guð þín leita ég nú
Upphaf

Minn ljúfi guð þín leita ég nú …

Athugasemd

3 erindi.

Undir kvæðinu stendur H. Bl. (þ.e. Hannes Blöndal?) ritað annarri hendi og öðrum (bláum) bleklit.

9 (8v)
Nattens venlige Drömme
Upphaf

Nattens venlige Drömme …

Athugasemd

2 erindi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
9 blöð (170 mm x 105 mm). Auð blöð: 5v-6r, 9. Vegna afskurðar eru tvö blaðanna 2 mm mjórri en hin.
Tölusetning blaða
Blöðin voru blaðmerkt við talningu.
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 155-160 mm x 90-95 mm.

Línufjöldi 18-25.

Ástand

Vegna afskurðar eru blöð 2 og 3 tveim mm mjórri en hin.

Milli blaða 5 og 6 hefur verið skorið burt blað, sennilega óskrifað, sem hefur verið helmingur tvinns með blaði 5.

Efnisþættir 2-9 á blöðum 6v-8v standa á haus miðað við efnisþátt 1 á blöðum 1r-5r.

Skrifarar og skrift
Fjórar hendur ; Skrifarar:

I. 1r–5r: Óþekktur skrifari.

II. 6v-8r: Óþekktur skrifari.

III. 8r-8v: Óþekktur skrifari.

IV. 8v-8v: Óþekktur skrifari.

Band

Óbundið. Saumað í kjöl.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1850-1900.
Ferill

Oddný Ingvarsdóttir fékk handritið frá föðurbróður sínum, Gunnari Ingvarssyni í Laugardalshólum í Laugardal (d. 1934), en kona hans var Steinvör Eggertsdóttir frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, dóttir Eggerts Jónssonar á Kleifum, og frá henni er handritið komið.

Aðföng
Gjöf 10. ágúst 1983 frá Oddnýju Ingvarsdóttur, Laugavegi 98 í Reykjavík, um hendur Skúla Helgasonar fræðimanns.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 16. september 2010
Lýsigögn
×

Lýsigögn