Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 87 8vo

Sögubók ; Ísland, 1825-1830

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-16v)
Heiðarvíga saga
Titill í handriti

Víga-Styrs og Heiðarvíga sögur!

Skrifaraklausa

Þettað er nú það frekasta sem menn hafa getað fengið um tilefni, framhald og endalykt Víga-Styrs og Heiðarvíga sögu. Vita menn víst að hér vanta muni allmörg orð og smáatvik en merkisatriði munu flestöll talin og rakin eftir sem fróðir menn hafa framast þulið

Athugasemd

Endursögn Heiðarvíga sögu

Þar aftan við: Hripað að nýju í marts 1825 af H[alldóri] Pálssyni (16v)

2 (17r-26v)
Þórisdalur
Titill í handriti

Reisa síra Helga Grímssonar og síra Björns Stefánssonar til að leita upp Þórisdal

Skrifaraklausa

Uppskrifað, H[alldór] Pálsson Ásb[jarna]rst[aði]r (26v)

Athugasemd

Ásbjarnarstaðir ranglega nefndir Ásbrandsstaðir í Handritaskrá

Efnisorð
3 (27r-40v)
Hrana saga hrings
Titill í handriti

Saga af Hrana Egilssyni hring

Skrifaraklausa

Í maii endað 1830, H[alldór] Pálsson (40v)

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Vatnsmerki

Blaðfjöldi
ii + 40 + i blöð (163 mm x 107 mm)
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking, hver saga blaðsíðumerkt

Umbrot
Griporð
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Halldór Pálsson á >Ásbjarnarstöðum

Skreytingar

Skreyttir stafir

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á saurblaði (2r) er efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents

Fylgigögn

Á milli blaða (36) og (37) er seðill sem tilheyrir blaði 36 með texta eftir öðru handriti sögunnar, með hendi Jóns Ólafssonar

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1825-1830
Aðföng

Jón Ólafsson ritstjóri, gaf, 1867

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttirlagaði skráningu, 3. apríl 2009 ; Handritaskrá, 2. b. ; Sagnanet 2. október 1997
Lýsigögn
×

Lýsigögn