Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 2962 4to

Sögubók ; Ísland, 1832

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Formáli skrifara
Skrifaraklausa

Sögu þessa hef ég ritað eftir 2 manuskriptum, önnur var með hönd síra Eyjólfs sál. og var rotið framan og aftan af henni, að framanverðu þó ekki nema það sem Ólafs Tryggvasonar saga líka hefur en þeir kapítular sem ég tók úr sögu síra E[yjólfs] eru fyrirstrikaðir með svörtu, og ei heldur látnir vera í kapítulatölunni [-] Nú hef ég séð sögu Ólafs konungs digra nýprentaða í Kaupmannahöfn, og hefur hún hingað og þangað nokkuð meira heldur en þessi mín saga, en þar ég átti hana gat ég ei fengið mig til að kaupa þá prentuðu sögu, heldur skrifaði ég það sem hún hefur meira með þessari fyrirsögn[:] Viðaukar Ólafs konungs helga sögu. Setti ég tölustafi fyrir framan hvert stykki og held því fram til enda sögunnar og eins á spássíur í sjálfri sögunni, svo hver sem les eður skoðar hana sér á spássíunni að þar vantar í og getur svo fundið það strax í viðuraukunum (eftir tilvísuninni) sem verða að vera sér í einstöku bindi og fylgja Noregs konunga sögum mínum. Alla hina sömu aðferð hef ég haft við Sögu Haralds og Magnúsar góða sem hér greinir, og býst við að hafa við þær eftir fylgjandi Noregs konunga sögur ef tilendast. [-] 10. maí 1832.

Efnisorð
2 (2r-221v)
Ólafs saga helga
Titill í handriti

Saga Ólafs konungs helga Haraldssonar

Efnisorð
3 (222r-233v)
Eymundar þáttur Hringssonar
Titill í handriti

Sagan af Eymundi Hringssyni

4 (235r-257r)
Viðuraukar við Ólafs konungs helga sögu
Titill í handriti

Viðuraukar við Ólafs konungs helga sögu sem eiga að innsetjast í söguna eftir tilvísun á fremsta blaði hennar

Efnisorð
5 (257v-262v)
Hróa þáttur heimska
Titill í handriti

Hróa þáttur

6 (263r-264v)
Tóka þáttur Tókasonar
Titill í handriti

Þáttur af Tóka Tókasyni

7 (264v-268v)
Eindriða þáttur og Erlings
Titill í handriti

Þáttur Eindriða og Erlings

8 (269r-271r)
Frá Þórarni Nefjúlfssyni
Titill í handriti

Frá Þórarni Nefjúlfssyni

Upphaf

Þórarinn Nefjúlfsson hafði verið með Knúti konungi hinum ríka

9 (271v-272r)
Frá Þórði Sjárekssyni
Titill í handriti

Til uppfyllingar setz [sic] hér þessi kapituli. Frá Þórði Sjárekssyni

Upphaf

Maður er nefndur Þórður, hann var Sjáreksson

10 (272r-274v)
Innfærslur í sögu Magnúsar góða og Haralds harðráða
Titill í handriti

Það sem hér eftir fylgir á að innfærast í sögu Magnúsar góða og Haralds harðráða ...

Efnisorð
11 (275)
Upphaf sögu Ólafs kyrra
Titill í handriti

Upphaf sögu Ólafs kyrra nokkru fullkomnara en það er að í finna í Noregskonunga sögum mínum

Efnisorð
12 (276r-277v)
Úr Tósta þætti
Titill í handriti

Úr Tósta þætti

Upphaf

Í þessum norður-hafsbotna ís hafa flest skip forgengið alltíð forðum...

Athugasemd

Tósta þáttur er síðari hluti Hemings þáttar Áslákssonar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með þremur mismunandi vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1: DGB/LSN (1r-234v).

Vatnsmerki 2: Hörpuskel/blóm (235r-276v).

Vatnsmerki 3: Býkúpa (277-278).

Vélunninn pappír án vatnsmerkis (221v og saurblöð).

Blaðfjöldi
i + 278 + i blöð (197 mm x 161 mm) Auð blöð: 1v, 234, 278r.
Tölusetning blaða

Gömul blaðsíðumerking 1-466 (2r-233v), 1-84 (235r-275v), 90 (276v).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er um 155-176 mm x 122-135 mm.
  • Línufjöldi er 25-30.

Ástand

Ástand handrits við komu: gott.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Einar Bjarnason á Starrastöðum

Skreytingar

Allvíða skreyttir upphafsstafir.

Fyrirsagnir víða íburðarmiklar.

Víða allmikið borið í upphafslínur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Á blaði 278v: Saga Olafs Helga.
Band

Band sennilega eldra en handrit, hefur a.m.k. verið endurbundið, sjá saurblöð (174 mm x 99 mm x 30 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu bókfelli. Spöld eru með götum fyrir uppistöðuþræði.

Límmiði á fremra spjaldi.

Fylgigögn
Með handritinu liggur einn laus seðill með minnispunktum óskyldum efni handritsins.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1832.
Aðföng

Ingvar Brynjólfsson kennari seldi 1946.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður H. Jörundsdóttir bætti við skráningu, 15. nóvember 2012 ; Eiríkur Þormóðsson aðlagaði 5. maí 2009 ; Handritaskrá, 1. aukab. ; Sagnanet 27. júlí 1998.
Viðgerðarsaga

Athugað 1998.

Myndað í desember 2012.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í desember 2012 .

Lýsigögn