Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 231 8vo

Kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum ; Ísland, 1780

Titilsíða

Kvæðabók síra Ólafs á Söndum skrifuð að Skálholti Anno MDCCLXXX. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 274 +iii blöð (128 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-535.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 107 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 12-17.
  • Griporð.

Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Árni Gíslason?

Líklega með hönd Árna Gíslasonar, síðar prests að Stafafelli (samanber fangamarkið A. G. s. á skjólblaði fremst).

Skreytingar

Skreytt titilsíða.

Nótur
Við 21 sálm eru skrifaðir nótnastrengir.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Fjögur blöð með líklega úr öðru kvæðahandriti.
  • Eitt blað úr enn öðru kvæðahandriti.
Band

Band frá ca. 1780-1860 (134 mm x 167 mm x 55 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu bókfelli með spennu.

Snið blálit.

Handritið er í öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland1780.
Ferill

Jón Sigurðsson fékk handritið 1863 frá Marteini Jónssyni (á Stafafelli).

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skráði 21-22. nóvember 2011 ; Guðný Hrafnkelsdóttir frumskráði, 6. júlí 2010 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2010.

Notaskrá

Höfundur: Páll Eggert Ólason
Titill: Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi
Lýsigögn
×

Lýsigögn