Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

JS 422 4to

Eldgos ; Ísland, 1700-1899

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-449r)
Eldgos
Athugasemd

Safn af skýrslum um eldgos 1580-1860, 16 hefti með "Oversigt over de islandske Beretninger om Vulkanudbrud" eftir JS. framan við ; margt skýrslanna er í eftirriti JS úr ýmsum handritum . Nafngreindir skýrsluhöfundar eru : Oddur Einarsson biskup, Þorsteinn Magnússon sýslumaður, séra Jón Salómonsson, séra Oddur Eyjólfsson, séra Árni Þorvarðarson, séra Daði Halldórsson, Þorlákur Þórðarson (byskups), Þórður Þorleifsson og Erlendur Gunnarsson, séra Bjarni Þorleifsson á Kálfafelli, Benidikt Þorsteinsson lögmaður, séra Jón Sæmundsson í Reykjahlíð, Einar Hálfdanarson, Jón Sigurðsson lögsagnari, séra Jón Guðmundsson í Sólheimaþingum, séra Sveinn Vigfússon, Einar Jónsson rektor, séra Jón Steingrímsson, Sigurður Ólafsson, séra Sveinn Halldórsson, Sveinn Pálsson læknir, séra Jón Austmann, Oddur Erlendsson á Þúfu. Hér liggja og nokkurar skýrslur embættismanna og fáein prentuð rit.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
450 blöð(170-215 mm x 105-175 mm). Auð blöð: 12, 16, 27, 37, 46, 52, 56, 57, 64, 69, 75-76, 96, 109-110, 116, 144, 158, 164, 168, 180, 198, 217-219, 225, 241, 243, 247, 285-286, 289, 322, 325, 332-336, 341-342, 349, 357, 361, 365, 367-369, 374, 376, 378, 380-381, 388-389, 392, 420, 422 og 450, auk þess eru mörg verso blöð auð.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; Skrifarar:

Jón Sigurðsson

Óþekktir skrifarar

Skreytingar

Myndir á blaðsíðum 416r og 417r.

Bókahnútar á blaðsíðum 157r331r.

Kort af eldfjallasvæðinu sunnanlands á blaðsíðu 272r og 449r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Með er talið prentað eintak af Eruption of Kötlugjá 1870 eftir Lauder Lindsay.

Band

Óinnbundið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1700-1899
Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði, 12. janúar 2011 ; Handritaskrá, 2. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 19. janúar 2011.

Myndað í janúar 2011.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í janúar 2011.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Eldgos

Lýsigögn