Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 113 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1700-1844

Titilsíða

Lítill bæklingur innihaldandi ýmisleg gömul kvæði og nokkur ævintýri til skemmtunar og fróðleiks þeim sem lesa vilja. Þetta skrifað í januario 1844. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-240v)
Ljóðasafn
Athugasemd

Ljóðasafnsafn VIII tínt saman af Jóni Bjarnasyni í Þórormstungu titilblað og registurblað með hendi hans. Nafngreindir höfundar: Jón Einarsson í Hraukbæ (Tímaríma), Guðmundur Bergþórsson, séra Hallgrímur Pétursson. - Að auki merkast: Sögur af Alexander og loðvík, af Adam og Seth, af Jonatas, sýn séra Jóns Eyjólfssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
vii + 240 + i blöð (128 mm x 79 mm), fimm innskotsblöð milli blaða 1 og 2 (4), 2 og 3 (1).
Skrifarar og skrift
ýmsar hendur ; Skrifarar:

Jón Bjarnason.

Óþekktir skrifarar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 1r titilsíða með hendi Páls Pálssonar stúdents: Ljóða-safn VIII.

Innskotsblað milli blaða 2 og 3 er með hendi Páls Pálssonar stúdents og viðbót við efnisyfirlit Jóns Bjarnasonar.

Band

Pappakápa með línkili.

Fylgigögn

Fimm innskotsblöð milli blaða 1 og 2 (4), 2 og 3 (1). Innskotsblað milli blaða 2 og 3 er með hendi Páls Pálssonar stúdents og viðbót við efnisyfirlit Jóns Bjarnasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1700-1844
Ferill

Áður ÍBR B. 140.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 4. ágúst 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 16. ágúst 2010: Viðkvæmur pappír.

Myndað í september 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í september 2010.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Ljóðasafn

Lýsigögn