Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 88 8vo

Kvæðasafn ; Ísland, 1800-1850

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-143v)
Kvæðasafn
Athugasemd

Kvæðasafn 5, og er bls. 3-95 með hendi séra Þorgeirs Guðmundssonar, er hann var í Viðey. Nafngreindir höfundar: Benedikr Þórðarson (Skaftf., eiginhandarrit bls. 215), Bjarni Þórðarson í Siglunesi (líklega eiiginhandarrit), Mála-Davíð Jónsson ( með hendi Halldórs sonar hans), Eggert Ólafsson, Einar Gunnlaugsson (1829), E. smiðr Sveinsson, Séra Hannes Arnórsson (eiginhandarrit), séra Jón Ingjaldsson (eiginhandarrit), Séra Jón Austmann, Jón Jónsson í Nesi í Selvogi, Magnús jist. Stephensen (eiginhandarrit), Séra Páll Pálsson í Hörgsdal (eiginhandarrit), Sigurður Breiðfjörð (eiginhandarrit), Séra Páll Ólafsson, Sveinbjörn Egilsson (eiginhandarrit),séra Sæmundur Einarsson (eiginhandarrit), séra Vigfús Eiríksson Reykdal.

Í handritinu, bls. 212-214, eru nokkrar vísur Eggerts Ólafssonar frá sumrinu 1765 og hafa þær verið prentaðar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Vatnsmerki.
Blaðfjöldi
vii + 143 + i blöð.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur ; Skrifarar:

Þorgeir Guðmundsson

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fremra saurblað 2r titilsíða með hendi Páls Pálssonar stúdents: Kvæða-safn eptir ýmsa. octavo V. aptan við eru nokkrar grafminningar skrifaðar. (frá registrin)

Fremra saurblað 3r-7r efnisyfirlit með hendi Páls Pálssonar stúdents: Registur

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1800-1850
Ferill

Áður ÍBR B. 111.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir bætti við skráningu 10. mars 2023 ; Sigrún Guðjónsdóttir frumskráði fyrir myndvinnslu, 14. júlí 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku 22. júlí 2010: Víða ritað inn að kili.

Myndað í ágúst 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í ágúst 2010.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Pálsson, Eggert Ólafsson
Titill: Ferðadagbækur 1752-1757 og önnur gögn tengd Vísindafélaginu danska
Ritstjóri / Útgefandi: Sigurjón Páll Ísaksson
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kvæðasafn

Lýsigögn