Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 34 8vo

Brot úr sagnariti um náttúruundur og viðburði ; Ísland, 1640-1660

Innihald

(1r-128v)
Brot úr sagnariti um náttúruundur og viðburði
Titill í handriti

Brot úr sagnariti um náttúruundur og viðburði

Athugasemd

Brot úr sagnariti um náttúruundur og viðburði. (Áður ÍBR. B. 11). Aftan við er bréf Alexanders mikla og um nokkurar borgir. Á viðfestum miða getur Páll stúdent Pálsson þess til, að þetta muni vera ágrip það, er Jón lærði Guðmundsson gerði af »Heimshistoriu Hermanni Fabrionii«; þetta mætti sjá með samanburði við AM. 201, 8vo., því að þar er það rit.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ix + 128 + iv blöð (158 mm x 98 mm).
Tölusetning blaða

Handritið var blaðtalið fyrir myndatöku og 10. hvert blað merkt.

Ástand
Tvö blöð vantar milli blaða 84 og 85; auðum innskotsblöðum er skotið þar á milli.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Tvö auð innskotsblöð eru milli blaða 84 og 85.

Fylgigögn

Einn laus seðill (60 mm x 108 mm) með hendi Páls Pálssonar stúdents: Mundi ei þetta útdráttur sá (eða ágrip af útdætti þeim) af Heimshistoriu Hermanni Fabronii gefinni út árið 1612, er Jón. Guðmundsson. lærði gjörði 1647 og sem getur um í Hist. Litt. Isl. pag. 137.?

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1650
Ferill

Áður ÍBR. B. 11.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 18. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Lýsigögn
×

Lýsigögn