Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 590 8vo

Skemmtunarbók ; Ísland, 1854-1855

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r)
Skemmtunarbók
Titill í handriti

Skemmtunarbók, innihaldandi ýmislegt til skemmtunar og léttilegrar dægrastyttingar sem er þetta

Athugasemd

Titilsíða og efnisyfirlit

2 (1v)
Vísur
Upphaf

Margt má læra, svo hef ég sagt

Skrifaraklausa

Anno … 1853 (1v)

Athugasemd

Nafn skrifara er skrifað með villuletri á þrem stöðum en dregið út á einum

Efnisorð
3 (2r-24r)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Hér byrjast lífssaga hins kynduga Króka-Refs, hvur eð inniheldur alla hans frægð og mannlega gerninga, hagleik, visku og hróðrarsmíði, samsett af fróðum fræðimönnum

Athugasemd

Ofan við nafn Króka-Refs stendur "Króka-Refs saga", e.t.v. með annarri hendi

4 (24r-25v)
Besta landið
Titill í handriti

Saga

Upphaf

Besta landið í heiminum út í reginhafi er eyja ein lítil

Efnisorð
5 (25v-28v)
Fjærri öllum byggðum löndum liggur eyja ein
Titill í handriti

(Eyjan)

Upphaf

Fjærri öllum byggðum löndum liggur eyja ein umflotin af veraldarhafinu

Skrifaraklausa

Byrjað þann 10. júní, endað þann 11 s.m. anno 1854 (28v)

Efnisorð
6 (28v-32r)
Ajax saga keisarasonar
Titill í handriti

Ævintýri af Ajax keisarasyni

Skrifaraklausa

Byrjað þann 11. júní 1854, endað þann sama dag (32r)

Efnisorð
7 (32r-36r)
Kvæði af Alexander indíaníska
Titill í handriti

Kvæði af Alexander indíaníska

Upphaf

Þar skal fram af þrætukór

Skrifaraklausa

Endað þann […] 18. júlí, ár 1854 (36r)

8 (36r-39r)
Gortaraljóð
Titill í handriti

Gortaraljóð

Upphaf

Í húsi einu heyrði ég

Skrifaraklausa

endað þann 21. júlí 1854 (39r)

Athugasemd

Kvæði þetta er í sumum handritum eignað síra Katli Bjarnasyni. Í Lbs 2527 8vo er það hins vegar eignað Steinunni Finnsdóttur

9 (39r-44r)
Vinavísur
Titill í handriti

Vinaspegill sál. Björns Jónssonar á Skarðsá

Upphaf

Visku drottinn veit þú mér

Skrifaraklausa

Aftan við, neðst á síðu (sbr. merki): endað 26. ágúst (44r)

10 (44r-47r)
Meistaraþjófur
Titill í handriti

Kvæðið Meistaraþjófur

Upphaf

Af einum kóngi óma vess [þ.e. vers]

11 (47r-53r)
Engildiktur
Titill í handriti

Kveðlingurinn engildiktur

Upphaf

Ég hefi séð á einni bók

Skrifaraklausa

Endað þann 10. októbr. anno 1854 (53r)

Athugasemd

Nafn höfundar kemur fram í næstsíðasta erindi

12 (53r-53v)
Til herra Páls Gaimard
Titill í handriti

Til herra Páls Gaimard í samsæti Íslendinga í Kaupmannahaf[n] þann 16. janúar 1849 [sic]

Skrifaraklausa

Skrifað þann 20. martii 1843. Jón Rist [ekki skrifari]

13 (53v)
Vísur um sólarlagið
Titill í handriti

Vísur um sólarlagið

Upphaf

Ó, þú himnesk yndisnægð

Skrifaraklausa

J. Sson [Jón Sigurðsson!?] anno JOSS[!] eða 1855

Efnisorð
14 (53v-54r og)
Sigurðar saga fóts
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Ásmundi Húnakappa og Sigurði fót

Skrifaraklausa

enduð að Steinum þann 7. mars 1855 af J.S.s.i., af Jóni Sigurðssyni (60r)

Athugasemd

Hluti af sögunni

Efnisorð
15 (54v og)
Rímur af Sigurði fót og Ásmundi Húnakóngi
Upphaf

Kannski faðir fríður minn

Athugasemd

Hluti af rímunum

Frásögn rímnanna fyllir e.t.v. að einhverju leyti upp í söguna

Svo virðist sem brotið, sem hér er varðveitt, sé ekki úr einni af rímunum um Sigurð fót sem getið er í Rímnatali Finns Sigmundssonar. Í Lbs 2133a 8vo segir hins vegar af rímum um sama efni sem Björn Skúlason umboðsmaður Skriðuklausturs orti á námsárum sínum (1830-1838), þó ekki skuli fullyrt að það sé úr þeim

Efnisorð
16 (55r-57r)
Sálmur
Titill í handriti

Sálmur kveðinn af S. Jd. Sigríði Jónsdóttur

Upphaf

Salve mín sanna

Lagboði

Á guð alleina etc.

Athugasemd

Prentaður á Hólum 1781

Efnisorð
17 (60r-60v)
Kvæði um ýmsa fornkappa
Titill í handriti

Kári var kænn að skera

18 (60v-60v)
Vísa
Upphaf

Fáirðu dæmi flýttu þín

Athugasemd

Hluti af vísunni

Efnisorð
19 (60v)
Vísa
Upphaf

Sért þú vel geðþekkust góðum mönnum

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 64 + i blöð, þar með talin blöð merkt 44bis-44ter, 46bis og 48bis (175 mm x 106 mm)
Tölusetning blaða
Gömul blaðsíðusmerking 1-120 (2r-60v) og 1-12 (55r-60v)
Umbrot
Griporð víðast hvar (18r-60v)
Skrifarar og skrift
Ein hönd (blöð 19v-20v og síðasta vísa á blaði 60v með annarri hendi) ; Skrifari:

Jón Sigurðsson á Steinum

Skreytingar

Upphafsstafir lítillega skreyttir við kaflaupphöf fremst í handritinu

Bókahnútar: 60r

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spjaldblöð og saurblöð eru blöð úr Þjóðólfi frá 1850 og 1851

Á blöðum 8r og 14r er opinbert stimpilmerki sem ber ártalið 1851

Blöð 44bis-44ter, 46bis og 48bis eru innskotsblöð.

Jón Sigurðsson er einnig skrifari ÍB 585 8vo

Band

Skinnband

Fylgigögn
Í handritinu er einn laus seðill: Bréf til Jóns Sigurðssonar í Reykjavík frá Einari Ingimundarsyni í Kaldaðarnesi, dagsett 4. febrúar 1875.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1854-1855
Ferill

Eigandi handritsins Jón Sigurðsson á Steinum 1854 (36r, 38v)

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson lagfærði 15. maí 2009Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 15. júní 1998
Viðgerðarsaga

Athugað 1998

Lýsigögn
×

Lýsigögn