Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 309 8vo

Öxnafellsbók ; Ísland, 1600-1620

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Bréfa- og dómasafn
Notaskrá

Alþingisbækur Íslands I-IV s. passim.

Diplomatarium Islandicum II og IV-XI s. 177 og passim.

Athugasemd

Frá 15., 16. og upphaf 17. aldar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Blaðatal er 6-175 vantar 5 blöð framan af, blöð 38, 45 og aftan af reg.(161 mm x 101 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Ari Magnússon

Band

Skinnbindi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland um 1600-1620.
Aðföng

ÍB 303-309 8vo frá Jóni Borgfirðingi.

Handritið hefir verið kallað Öxnafellsbók (og svo í það vitnað), með því að næsti eigandi þess (Magnús Árnason) átti heima í Öxnafelli. Jón Borgfirðingur fékk handritið hjá Magnúsi.

Krot er sumstaðar á blöðum, og má af nöfnum nokkuð ráða, hvar handritið hefir farið um. Á fremra spjaldblaði má sjá nöfnin Halldór og Ólafur Sigurðsson. Nafn Ólafs er einnig á blaði 135v. Inni í handritinu má sjá nöfnin Sigfús Þórðarson (bl. 32v), Magnús Gunnarsson (bl. 33r) og á blaði 51v stendur: „Þórður Sigfússon á kverið þetta“.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir fór yfir skráningu, 4. september 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 12. júní 2012; Handritaskrá, 3. b. ; Átaksverkefni 2012.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn