Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍB 161 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1845-1853

Titilsíða

Einn lítill samtíningur til dægrastyttingar og fróðleiks. Margt smátt gjörir eitt stórt. Lærdómsmenntin ber lofið/ hjá lýðum flestum,/ unna skemmt eigum líka,/ ánægju hún veitir ríka. Anno 1853. (1r)

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-3v)
Tornskaðafulginn
Titill í handriti

Um Tornskaðafulginn [þ.e. fuglinn]

2 (3v-8r)
Um buska- eða runnamenn
Titill í handriti

Lítið ágrip um buska eða runnamenn

3 (8v-9v)
Um ljónið
Titill í handriti

Ágrip um ljónið og þess lýsing

Efnisorð
4 (10r-12v)
Nokkur Íslands ævintýr
Titill í handriti

Nokkur smá Íslands ævintýr er ganga m[a]nna á millum

Upphaf

Það hefur lengi verið vani Norðlendinga …

Athugasemd

Titillinn í handritinu á í reynd við um allt efni á blöðum 10r-19r

No 1 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
5 (12v-16v)
Af bræðrum tveim
Upphaf

Svo er sagt að bræður tveir Jón og Sigurður haf[i] róið í Keflavík …

Athugasemd

No 2 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
6 (16v-17v)
Af bónda á Austfjörðum
Upphaf

Á Austfjörðum er sagt að bóndi nokkur m[j]ög auðug[ur] væri …

Athugasemd

No 3 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
7 (17v-19r)
Vinnuharður bóndi
Upphaf

Eitt sinn var bóndi nokkur auðmaður mikill, en svo vinnuharður að enginn stóðst hörku hans í vinnu.

Athugasemd

No 4 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
8 (19r-31v)
Annálar um nokkra páfa
Titill í handriti

Fáir annálar um nokkra páfa, þeirra framferði og endalykt

Athugasemd

Sumt er skrifað á sendibréf eða umslög:

26v og 31r er sendibréf frá Adolfi Péturssyni Steinsholti, dagsett 11. desember 185[…].

27r og 30v er sendibréf frá B. Nikulássyni á Velli, dagsett 20. desember 1852.

28v og 29r er umslag stílað á Hannes Bjarnason Unnhól í Holtahrepp. Á þessum blöðum er og far eftir innsigli.

9 (31v-34v)
Annálar um ýmislegt
Titill í handriti

Nokkrir annálar um ýmislegt, helst um markverða hluti er sést hafa á sjónum og vötn[u]m

Athugasemd

Blað 32v er hluti af umslagi þar sem á er bæjarnafnið Unnhóll (sbr. 28v og 29v) og leifar af innsigli

10 (34v-36v)
Annáll um listaverk
Titill í handriti

Nokkur konstverk

Athugasemd

Annáll um listaverk af ýmsu tagi

Efnisorð
11 (36v-37r)
Annáll um orgel
Titill í handriti

Markverðustu orgalverk

Efnisorð
12 (37r-38v)
Annáll um klukkur
Titill í handriti

Um úrverk

Efnisorð
13 (38v-39v)
Annáll um uppfinningar
Titill í handriti

Ýmsar uppáfyndin[g]ar

Efnisorð
14 (40r-45r)
Sendibréf um fráfall Kristjáns áttunda
Titill í handriti

Sendibréf Guðmundar Guðmundssonar til Halldórs gjörtlara á Ártúnum á Rangárvöllum

Athugasemd

Kafli úr bréfinu sem fjallar um fráfall Kristjáns áttunda Danakonungs.

Í handritaskrá er Guðmundur kallaður Mormónabiskup

15 (45r-45r)
Spurningar úr biblíunni
Titill í handriti

Nokkrar spurningar með andsvörum úr dönsku útdregnar til fróðleiks og skemmtunar úr biblíunni

Athugasemd

Efni vantar og strikað hefur verið yfir fyrstu línu í titli

Efnisorð
16 (45r-46v)
Furðusaga
Titill í handriti

Ein lítil frásögn úr dönsk[u] út dregin frá Kínösun

17 (46v-46v)
Annálsnefna
Titill í handriti

Smá annálar

Efnisorð
18 (46v-50r)
Dæmisaga um hrafn og tófu
Titill í handriti

Lítil diktuð dæmisaga um samtal hrafns og tóu. Fáir brigsla því betra ef vita annað verra

Efnisorð
19 (50r-50v)
Gáta
Titill í handriti

Ein gáta

Efnisorð
20 (51r-54v)
Um karlmannanöfn á Íslandi
Titill í handriti

Flest mannanöfn er nú tíðkast 1845

Efnisorð
21 (55r-72v)
Þýskt orðasafn
Titill í handriti

Klein grammatike in det höy tydske sprog

Athugasemd

Þýskt orðasafn með íslenskum útleggingum

22 (73r-74r)
Íslands ævintýri
Titill í handriti

Framhald Íslands ævintýra.

Upphaf

Svo er sagt að þá Todal amtmaður var á Bessastöðum …

Athugasemd

Titillinn í handritinu á í reynd við um allt efni á blöðum 73r-84v

N[o]. 5 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
23 (74r-76r)
Auðugur bóndi
Upphaf

Það er mælt að í þorp[i] nokkru í útlöndum hafi búið bóndi einn vellauðugur. …

Athugasemd

Í handritinu stendur "velaudugur", þannig að hér má bæði lesa úr: "vel auðugur" og "vellauðugur"

No. 6 en án sérstaks titils í handritinu

Efnisorð
24 (76r-84v)
Árnaskjal
Titill í handriti

Hér hefur upp Árnaskjal. No. 7

Skrifaraklausa

Skr[i]fað 15. september 1853 (84v)

Athugasemd

Aftan við titil er ártalið 1744, e.t.v. með annarri hendi

Efnisorð
25 (84v-87r)
Sjónir eða fyrirburðir og vitranir markverðra manna
Titill í handriti

Hér byrjast nokkrar sjónir eða fyrirburðir og vitranir markverðra manna. No. 8. 1. Sú mikla vitran sr. Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi 1629

Skrifaraklausa

Skrifað 15. september 1853 (87r)

Athugasemd

Titillinn frá Hér til manna á við allt efni á blöðum 84v-96r

Efnisorð
26 (87r-89v)
Vitran Marteins
Titill í handriti

No. 9. 2. Vitran Marteins múrmeistara í Kúrlandi

Skrifaraklausa

16. september 1853 (89v)

Efnisorð
27 (89v-91v)
Vitran og draumur Ólafs Oddssonar
Titill í handriti

No. 10da. 3. Vitran og draumur Ólafs Oddssonar á Hjalla í Höfðahverfi í Grýtubakkaþingi árið 1626

Skrifaraklausa

16. september 1853 (91v)

Efnisorð
28 (91v-92r)
Vitran og draumur séra Jóns Magnússonar
Titill í handriti

No. 11. 4. Vitran og draumur séra Jóns Magnússonar 1627, er bar fyrir hann í svefni undir berum himni

Skrifaraklausa

16. september 1853 (92r)

Efnisorð
29 (92r-94r)
Sjón og vitran Hávarðs Loftssonar
Titill í handriti

No. 12. 5. Ein merkileg sjón og vitran sem opinberast hefur einum ráðvöndum manni, Hávarði Loftssyni, anno 1628

Skrifaraklausa

16. september 1853 (94r)

Efnisorð
30 (94r-96r)
Vitran séra Jóns Eyjólfssonar yngra er hann sá með öðrum manni
Titill í handriti

No. 13. 6. Ein vakandi sjón og vitran séra Jóns Eyjólfssonar yngra er hann sá með öðrum manni á sinni reisu, þann 24. júlí 1683

Skrifaraklausa

Skrifað 16. september 1853, B[jörn] J[óns]s[on] (96r

Efnisorð
31 (96r-99r)
Turninn í Toledo
Titill í handriti

Turninn í Toledo. No. 11

Skrifaraklausa

1853, 17. desember (99r)

Athugasemd

Í handritinu virðist standa: Tolede

Efnisorð
32 (99r-103r)
Ævintýri íslenskt
Titill í handriti

Ævintýri eitt íslenskt. No. 12

Skrifaraklausa

18. desember 1853 (103r)

Efnisorð
33 (103r-108v)
Nauðlíðandi Hollendingar
Titill í handriti

No 13 Nokkrir nauðlíðandi Hollendingar

Efnisorð
34 (108v-111v)
Íslands ævintýri
Titill í handriti

Eitt Íslands ævintýri. No. 14

Efnisorð
35 (111v-122r)
Felsenborgarsögur
Titill í handriti

Ein lítil frásaga út dregin af Felsenbor[g]arhistoríu. No. 15

Athugasemd

Hluti af verkinu

Efnisorð
36 (122v-133v)
Placidus saga
Titill í handriti

Hér byrjar ævintýri af Plasidí jalli

Skrifaraklausa

Skrifuð á enda bókin er þann […] af B[irni] J[óns]s[yni] 1845 (133v)

Efnisorð
37 (134r-134r)
Efnisyfirlit
Titill í handriti

Yfirlit bókarinnar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír

Blaðfjöldi
i + 135 blöð (162 mm x 99 mm). Auð blöð: 134v, 135
Tölusetning blaða
Gömul blaðsíðumerking 1-76 (2r-39v), 81-272 (40r-133v)
Ástand
Milli blaða 39v-40r eru aðeins varðveittar tvær ræmur (án texta) upp við kjöl af burtskornum blöðum sem hafa borið gömlu blaðsíðumerkinguna 77-80.
Skreytingar

Litskreytt titilsíða, litir gulur, rauður og grænn: 1r

Um titilsíðu er og litskreyttur rammi, litir gulur, rauður og grænn: 1r

Upphafsstafir á stöku stað stórir og ögn skreyttir

Bókahnútur: 133v

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blöð 49r-50v innskotsblöð

Á 1v eru þrjár vísur um fánýti eða gagnsemi efnisins í handritinu

Band

Skinn á kili og hornum, pappaspjöld

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1845-1853
Ferill
Neðst á blaði 31v stendur: Bjarni Jónsson
Aðföng

Frá Stefáni Thordersen, 29. október 1859

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir bætti við upplýsingum um skrifara 27. mars 2020 ; Örn Hrafnkelsson lagaði skráningu fyrir OAI 6. ágúst 2009 ; Eiríkur Þormóðsson lagfærði 11. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b. ; Sagnanet 10. maí 1999
Viðgerðarsaga

Athugað 1999

gömul viðgerð

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn