Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 220 8vo

Kirkjur á Hólum í Hjaltadal ; Ísland, 1600-1655

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-5r)
Kirkjur á Hólum í Hjaltadal
Titill í handriti

Annálar um fjölda og aldur kirkna á Hólum í Hjaltadal síðan kristni kom á Ísland

Upphaf

Anno 1000 var lögtekin kristni á Íslandi …

Niðurlag

… og tveir þverfingur betur.

Athugasemd

Handritið var áður í kveri með ritgerðum um fornyrði eftir Björn Jónsson á Skarðsá, "annálum Sæmundar fróða" o.fl.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 7 + i blöð (165 mm x 105 mm). Auð blöð: neðri helmingur blaða 5r og 5v og bl. 6-7.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar 1-5. Tvö öftustu blöðin eru ómerkt.

Kveraskipan

Stakt blað og þrjú tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 140 mm x 85 mm.
  • Línufjöldi er 27-29.
  • Titlar, kaflatöl og fleira sem tilheyrir textanum er víða dregið út úr leturfleti.

Ástand

Krassað hefur verið yfir texta á bl. 5v (10 línur). Miði var límdur yfir hann en hefur nú verið leystur frá.

Skrifarar og skrift

Með hendi Björns Jónssonar á Skarðsá, blendingsskrift undir áhrifum frá fljótaskrift (sbr. Guðvarður Már Gunnlaugsson 2007).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Undir textanum á bl. 5r stendur með annarri hendi Annað annað og er undirstrikað.
Band

Band frá júní 1977 (173 mm x 130 mm x 8 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (139 mm x 95 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessi dissertatio um fjölda Hóladómkirkna er tekin úr kveri er átt hefur Björn Magnússon á Munkaþverá. Þar voru í hér fyrir utan: fornyrði með hendi Björns á Skarðsá og einni annarri. Annálar Sæmundar fróða og annað fleira..
  • sem hafði verið límdur á blað 5v en er nú laus frá. Bundinn á eftir blaðinu.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 454, en virkt skriftartímabil Björns var 1600-1655.

Ferill

Ritgerðin er tekin úr kveri sem átti Björn Magnússon á Munkaþverá (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júní 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði skv. reglum TEIP5 22. september 2009.

ÞS færði inn grunnupplýsingar16. september 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. febrúar 1910 ( Katalog II 1894:454 (nr. 2433) ).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Bundið í Kaupmannahöfn í júní 1977.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen í mars 1981.
  • Svart-hvítar ljósmyndir af gömlu bókfellsbandi í kassa á Stofnun Árna Magnússonar.

Notaskrá

Höfundur: Eiríkur Þormóðsson, Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Oddaannálar og Oddverjaannáll,
Umfang: 59
Höfundur: Gunnvör Sigríður Karlsdóttir
Titill: Gripla, Saga af beinum
Umfang: 25
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Lýsigögn
×

Lýsigögn