Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 938 4to

Flóamanna saga ; Ísland, 1800-1825

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-31v)
Flóamanna saga
Titill í handriti

Sagan af Þorgils Þórðarsyni orrabeinsfóstra eður Flóamanna saga

Upphaf

Haraldur kóngur gullskeggur réði fyrir Sogni …

Niðurlag

… og lýkur hér svo sögunni af Þorgils Þórðarsyni orrabeinsfóstra.

Baktitill

Það er kölluð Flóa[mann]a sag[a].

Athugasemd

Blað 31 er skaddað að neðanverðu en textinn sleppur við skemmdir að öðru leyti en að það vantar neðan af nokkrum stöfum í lokasetningu sögunnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 32 blöð (215 mm x 170-172 mm). Blöð 31v-32v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-61.

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24; 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32; 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 180-190 null x 135 null.
  • Leturflötur er afmarkaður á þrjá vegu með rauðum línum við innri, ytri og efri spássíu.
  • Línufjöldi er ca 27-28.
  • Síðutitill nær yfir opnu (sjá t.d. Flóamanna efst á blaði 1v og saga á blaði 2r).
  • Griporð.

Ástand

Blað 31 er skaddað að neðanverðu.

Skrifarar og skrift

  • Skrifari er óþekktur.
  • Snarhönd.

Skreytingar

  • Textaflötur er innrammaður með rauðum línum að undantekinni neðri spássíu (sjá t.d. blöð 3v-4r).

Band

Handritið er klætt í skinnkápu (218 null x 160-170 null x 5 null).

Jaðrar kápunnar eru ójafnir og kápan nær ekki að hylja að fullu blöðin í bandinu. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til upphafs 19. aldar í  Katalog II , bls. 269.

Ferill

Handritið kom í Det Arnamagnæanske Institut frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. júlí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 9. júní 2009; lagfærði í janúar 2011.  ÞS skráði 7. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. ágúst 1909. Katalog II; bls. 269 (nr. 2070).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið að nýju í gamla bandið í Kaupmannahöfn í desember 1983.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Flóamanna saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 56
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 938 4to
  • Fleiri myndir
  • LitaspjaldLitaspjald
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn