Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 583 d 4to

Sögubók ; Ísland, 1662-1663

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-8v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Söguþáttur Orms Stórólfssonar

Upphaf

Hængur hét maður son Ketils …

Niðurlag

… og varð ellidauður og hélt vel trú sína.

Skrifaraklausa

Anno 1662 4 desembr.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Orms Stórólfssonar.

Athugasemd

Á eftir fara nokkrar lausavísur.

2 (9r-17r)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Söguþáttur Þorsteins uxafóts

Upphaf

Þorkell hét maður sem bjó í Krossavík …

Niðurlag

… og féll á Orminum langa og Ívar ljómi faðir [h]ans.

Skrifaraklausa

Skrifað með skyndi á Þúfu í Kjós 1663.

Baktitill

Hér endast sögu Þorst(eins) uxafóts.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 17 + i blöð (202-206 mm x 157-160 mm). Bl. 17v var upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti 1-17.

Kveraskipan

Þrjú kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-17, 4 tvinn og stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 165-180 mm x 125-135 mm.
  • Línufjöldi er 32-36.
  • Orð hanga sums staðar undir leturfleti.

Ástand

  • Handritið er skítugt og notkunarnúið. Sum blöðin fúin á jöðrum en gert hefur verið við þau.
  • Neðri hluti bl. 5r er illlæsilegur sökum vatnsskemmda.
  • Blettir yfir nokkrum orðum á bl. 13r-14r.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Pennaflúr á neðri spássíu bl. 15v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

  • Band frá júlí 1978 (214 mm x 181 mm x 11 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

  • Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (206 mm x 156 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titlum og ártölum Orms saga Storolfssonar Þorsteins saga Uxafots 1662. 1663.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið Þúfu í Kjós, á árunum 1662-1663.

Ferill

Fyrri eigendur og lántakendur sem skrifað hafa nöfn sín á blöð handritsins: Jón Halldórsson (3v), Guðmundur Ólafsson (16r), Gísli Guðmundsson (17r), Bergsveinn Sölmundsson, Jóhann Guðmundsson og Jón Einarsson (17v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði skv. reglum TEI P5 4. ágúst 2009 og síðar.

ÞS færði inn grunnupplýsingar 5. nóvember 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 9. janúar 1888(sjá Katalog I 1889:745 (nr. 1453) .

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Bandið fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Gripla, Úr Tyrkjaveldi og bréfabókum
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn