Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 513 4to

Vopnfirðinga saga ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-42v (s. 1-84))
Vopnfirðinga saga
Titill í handriti

Sagan af Brodd-Helga, er öðru nafni kallast Vopnfirðinga saga

Upphaf

Sá maður bjó á Hofi í Vopnafirði er Helgi hét …

Niðurlag

… og Jóns prests Arnþórssonar

Baktitill

og lúkum vér svo Vopnfirðinga sögu.

Athugasemd

Bl. 28v-29v auk neðri hluta blaðs 28r eru auð til að tákna eyðu í forriti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 44 + i blöð (193 mm x 155 mm). Blöð 43-44 eru auð.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-84. Tvö öftustu blöðin eru ótölusett.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 41-44, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 120-125 mm x 102-105 mm.
  • Línufjöldi er 15-17.
  • Griporð.

Ástand
Skorið inn í ytri spássíu blaða 33 og 36 og brotið inn á rektósíðurnar.
Skrifarar og skrift

Með hendi Gísla Guðmundssonar á Rauðalæk, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir kafla örlítið pennaskreyttir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á blaði 33r og 36r eru viðbætur með annarri hendi á innábroti.
  • Spássíuleiðréttingar á blöðum 13r, 21v, 22r (spássíugrein hefur verið þurrkuð út), 30r,41r, m.a. ein með hendi Árna Magnússonar.
  • Á bl. 28r stendur á spássíu á undan eyðu: Hér vantar í.

Band

  • Band frá september 1970 (198 mm x 167 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
  • Handritið liggur í öskju ásamt leifum úr prentuðu blaði (8 eintök) úr eldra bandi sem eru í glæru umslagi.
  • Eldra band kom ekki með handritinu.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (181 mm x 128 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna: Broddhetia saga. Epter bok i 4to ritade med hendi Sr Vigfuss Gudbrandzsonar ä Helgafelle. þetta Exemplar hefur rtad Gisla Gudmundzson ä raudalæk
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til um 1700 í  Katalog I , bls. 671.

Handritið er uppskrift eftir bók í 4to með hendi séra Vigfúsar Guðbrandssonar á Helgafelli (sjá seðil).
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS jók við skv. reglum TEI P5 23. febrúar 2009.
  • ÞS skráði 3. október 2001.
  • ÓB skráði í Sagnanet.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. júní 1887 (sjá Katalog I 1889:671 (nr. 1285) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Birgitte Dall gerði við og batt í september 1970. Þrír sneplar úr latneskri skinnbók og 8 eintök af prentuðu blaði úr eldra bandi fylgja í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar frá 1996.

Notaskrá

Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Syv sagablade (AM 162 C fol, bl. 1-7)
Umfang: s. 1-97
Titill: , Austfirðinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn