Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 490 4to

Bárðar saga Snæfellsáss ; Ísland, 1600-1640

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-32v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér hefur upp sögu af Bárði Snæfellsás.

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… Ei er getið að Oddur hafi börn átt.

Baktitill

Endar svo söguna af Bárði Snæfellsás.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 36 + ii blöð (199 mm x 159 mm). Meiri hluti blaðs 32v er auður; blöð 33-35 eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með rauðu bleki, efst í hægra horn rekto, 1-21, 21bis-32; blöð 33-35 eru ómerkt.

Blað 21bis var ómerkt og ekki inni í blaðtali.
Kveraskipan

Fimm kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-21, 21bis-23, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 24-31, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 32-35, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 170 mm x 115-125 mm.
  • Línufjöldi er ca 21-22.
  • Hugsanlega hefur verið brotið upp blöð til að afmarka leturflöt við ytri spássíur.
  • Kaflaskipting: I-XX (kafli I er ómerktur).
  • Griporð eru í síðari hluta uppskriftarinnar (frá 16v-32v. Á blöðum þar fyrir framan (1r-16r er þau ekki að finna).

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur; kansellískrift með fljótaskriftareinkennum.

Skreytingar

Skrautritaður titill (sjá blað 1r).

Pennaflúr í kringum griporð (sbr. t.d. blöð 24v-25r).

Nótur

Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Band

Band (205 null x 170 null x 10 null) er frá 1880-1920.

  • Spjöld eru klædd bláum brúnyrjóttum pappír, strigi er á kili og hornum.
 

  • Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

  • Innan á fremra spjald er festur seðill (94 mm x 118 mm). Límt brot af eldra saurblaði með nafni sögunnar á seðlinum. Þar er og athugasemd með hendi Ole Worms: [á brotinu:] Historia Barderi Snæfellsaas. Libera Frebonii Jonæ Islandi. comparatus Havniæ Anno 1644 jam Olai Wormii. [á seðlinum:] Dominus Christianus Wormius hunc libellum dono dedit mihi Arnæ Magnæo Anno Christi 1706.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1600-1640, en til fyrri helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 663.

Ferill

Ole Worm átti handritið en Christen Worm gaf Árna Magnússyni það árið 1706 (sbr. athugasemd á fremra spjaldblaði: Dominus Christianus Wormius hunc libellum Dono dedit mihi Arnæ Magnæo Anno Christi 1706).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 4. maí 2009, lagfærði í janúar 2011, GI skráði 25. janúar 2002, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. júní 1887. Katalog I; , bls. 663 (nr. 1262).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn