Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 469 4to

Njáls saga ásamt lausavísum ; Ísland, 13. mars 1705-19. apríl 1705

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-149r)
Njáls saga
Titill í handriti

Hér byrjar Njálu

Upphaf

Mörður gígja hét maður. Hann var Sighvatsson hins rauða …

Niðurlag

… og lúkum vér þar Brennu-Njáls sögu loksins.

Skrifaraklausa

Skrifuð á Fagurey í Helgafellssveit frá 13. mars og til 19. april. Anno 1705.

Athugasemd

Titill á latínu með smærra letri yfir aðaltitli: Hic incipit Niali vita.

2 (149r)
Lausavísur
Athugasemd

Fimm dróttkvæðar vísur um Gunnar, Njál, Skarphéðinn, Kára og Flosa.

Aftan við vísurnar er bandrún eða fangamark (EIS?).

2.1 (149r)
Gunnar var geðmenni
Upphaf

Gunnar var geðmenni …

Niðurlag

… minnugur brognum svinnum.

2.2 (149r)
Kári kunni að stýra knár
Upphaf

Kári kunni að stýra knár …

Niðurlag

… kær og allri æru.

2.3 (149r)
Njáll var hlaðinn heillum
Upphaf

Njáll var hlaðinn heillum …

Niðurlag

… öll þau brunnu í höllu.

2.4 (149r)
Héðinn var hreystimaður
Upphaf

Héðinn var hreystimaður …

Niðurlag

… og allir hans bræður.

2.5 (149r)
Flosi víða vasar
Upphaf

Flosi víða vasar …

Niðurlag

… frá snu[..] illum ásum

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 150 + i blöð (203 mm x 160 mm). Blöð 149v-150v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með rauðu bleki 1-149; blað 150 er ómerkt.

Kveraskipan

Nítján kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
  • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 129-136, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 145-150, 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca (160 mm x 125 mm).
  • Línufjöldi er ca á bilinu 25-28.
  • Kaflaskipting: 1-148 (sjá t.d. 147v-148r).
  • Griporð (sjá t.d. blöð 116v-117r).
  • Vísur í textanum eru gefnar til kynna með W. á spássíu.
  • Sagan endar í totu (sjá 149r).

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

  • Skreytt fyrirsögn og mikið er lagt í skreytingu fyrstu línu sögunnar (sjá 1r).
  • Fyrsta lína í kafla eru stundum með stærra og settara letri en texti meginmáls (sjá t.d. blað 58v).

  • Andlit dregin fáum dráttum með mismunandi svipbrigðum, má sjá víða. Skemmtileg mynd sem hugsanlega er af Njáli í upphafsstaf nafns hans er á blaði 16v. Þar er hann skeggjaður. Fleiri andlit er að finna á blöðum 27r, 39r, 59r, 65r, 68r, 78r, 80r, 81v-82r, 83r, 87r, 95v, 140v, 142r.

  • Skrautstafir eru sömuleiðis með 'ófígúratífu' skrauti (sjá t.d. blöð 24v-25r).

  • Í kringum griporð er ýmiss konar pennaflúr (sjá t.d. blað 59r, 80r og 91r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (212 null x 175 null x 37 null) er frá 1880-1920.

Spjöld eru klædd pappír, strigi er á kili og hornum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi, nánar tiltekið á Fagurey í Helgafellssveit frá 13. mars til 19. apríl 1705 (sbr. blað 149r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 8. apríl 2009; lagfærði í desember 2010 GI skráði 17. desember 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 4. júní 1887. Katalog I; bls. 654 (nr. 1241).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn