Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 170 fol.

Þorsteins saga Víkingssonar ; Ísland, 1691

Innihald

(1r-14v)
Þorsteins saga Víkingssonar
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini Víkingssyni

Upphaf

Það er upphaf þessar sögu að Logi hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… og frægasti af þeim mönnum er honum lifðu samtíða

Skrifaraklausa

Enduð að Gauksstöðum d. 21. desember anno 1691. Guðmundur Ólafsson meh.

Baktitill

og ljúkum vér hér sögu af Þorsteini Víkingssyni. Finis.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Tveir litlir hringir, ofan á hvor öðrum. Annar hringurinn er með lilju eða þistli og hinn með fangamark FE (IS5000-02-0170_15v), bl. 1-351013-15. Stærð: 47 x 26 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 44 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað í 1691.

Blaðfjöldi
i + 15 + i blöð (305 mm x 202 mm). Blað 15 er autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar efst í hægra horni 1-14. Blað 15 er ómerkt.

Kveraskipan

5 kver:

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 215-220 mm x 140-145 mm.
  • Línufjöldi er 44-50.
  • Griporð.

Ástand

Handritið er blettótt og óhreint en texti er óskertur.

Leturflötur hefur dökknað vegna bleksmitunar.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

Bl. 1v-3r og 9v-14v með hendi Guðmundar Ólafssonar, blendingsskrift.

Bl. 1r og 3v-9v með hendi Þorleifs Kláussonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Fyrirsögn og fyrsta lína með blekfylltum stöfum.

Upphafsstafir víða blekfylltir og stunumd flúraðir (stærstir á bl. 1v, 5v, 6v, 7r, 10v, 11r-v, 12v, 13r-v).

Pennaflúr um griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band frá 1982 (314 mm x 226 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Gamalt band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1691 (sbr. bl. 14v).

Ferill

Séra Þorleifur Kláusson hefur átt bókina: Historíubók þessa á sá ehrugöfugi heiðurskennimann síra Þorleifur Kláusson. Til merkis undirskrifað nafn Halldór Jónsson egh. (bl. 14v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júní 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • EM uppfærði vatnsmerkin 29. maí 2023 og kveraskipan 5. júní 2023.
  • ÞÓS skráði 25. júní 2020.
  • ÞS endurskráði skv. reglum TEIP5 2. desember 2009.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 2. apríl 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. ágúst 1885 (sjá Katalog I 1889:141 (nr. 253) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 1982. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn