Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 164 e β fol.

Orms þáttur Stórólfssonar ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-4v)
Orms þáttur Stórólfssonar
Titill í handriti

Hér hefur söguna af Ormi Stórólfssyni.

Upphaf

Hængur er maður nefndur …

Niðurlag

… og bjó á Stórólfshvoli og þótti hinn mesti maður og varð sóttdauður í elli sinni og hélt vel trú sína.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1-2 ) // Mótmerki: Fangamark ( 4 ).

Blaðfjöldi
4 blöð (294 mm x 185 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með dökku bleki 1-4.

Kveraskipan

3 kver:

  • I: spjaldblað (eitt blað)
  • II: bl. 1-4 (2 tvinn: 1+4, 2+3)
  • III: spjaldblað (eitt blað)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 235-240 mm x 145-150 mm.
  • Línufjöldi er ca 35-38.
  • Kaflaskipt: 1-10. Kaflaskipting er yfirleitt ekki sér í línu (sjá t.d. blöð 3v-4v); undantekning 1. kafli (sbr. blað 1r).
  • Síðutitill nær yfir heila opnu, sjá t.d. blöð 2v-3r, þar er ritað Ormur efst á blaði 2v og Stórólfsson á blaði 3r.

Ástand

  • Texti sést sums staðar í gegn (sjá t.d. blöð 1v-2r).

Skrifarar og skrift

Skreytingar

  • Titill sögunnar og fyrsta lína textans eru með stærra letri en meginmálið. Stafir eru blekfylltir og upphafsstafir orða flúraðir með bogadregnu skrauti (sjá blað 1r).

  • Stór blek- og pennaskreyttur skrautstafur á blaði 1r í upphafi sögu.

Band

Pappaband (298 mm x 190 mm x 4 mm) er frá 1772-1780.

Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til loka 17. aldar, en í Katalog I , bls. 128, til síðari hluta aldarinnar. Hugsanlega er það skrifað af Þórði Þórðarsyni og hluti af sömu bók og AM 163 f fol. Sú bók innihélt einnig AM 159 fol., AM 163 g fol. og AM 163 s fol..

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023. ÞÓS skráði 24. júní 2020. VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 8. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010,

DKÞ grunnskráði 31. október 2001,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. desember 1885 í Katalog I; bls. 134 (nr. 227).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: , The manuscripts of Hrólfs saga kraka
Umfang: XXIV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn