Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 155 fol.

Hrafns saga Sveinbjarnarsonar ; Ísland, 1625-1672

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-31v)
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Hrafni á Hrafnseyri.

1.1 (1r)
Formáli
Titill í handriti

Prologus.

Upphaf

[A]tburðir margir þeir er verða falla mönnum oft úr minni …

Niðurlag

… að hver má geyra(!) það sem vill, gott eður illt.

Efnisorð
1.2 (1r-31v)
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar
Upphaf

[S]veinbjörn hét maður, son Bárðar svarta …

Niðurlag

… og Jóns og Herdísar móður Einars Bergssonar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Tveir turnar með tveimur egglaga gluggum ( 1 , 4-5 , 8-9 , 11 , 13 , 15 , 17 , 19 , 21-22 , 24 , 26 , 28 ) // Mótmerki: Fangamark PH ( 2-3 , 6-7 , 10 , 12 , 14 , 16 , 18 , 20 , 23 , 25 , 27 , 29-31 ).

Blaðfjöldi
iii + 31 blað + i; blað 31v er autt (288 mm x 186 mm).
Tölusetning blaða

  • Tölusetning blaða: 1-31.

Kveraskipan

5 kver:

  • I: spjaldblað - fremra saurblað 3 (eitt tvinn + AM seðill og tvö blöð, AM seðill límdur á saurblað 1)
  • II: bl. 1-10 (5 tvinn: 1+10, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6)
  • III: bl. 11-20 (5 tvinn: 11+20, 12+19, 13+18, 14+17, 15+16)
  • IV: bl. 21-31 (5 tvinn + eitt blað: 21+30, 22+29, 23+28, 24+27, 25+26, 31)
  • V: aftara saurblað 1 - spjaldblað (tvö blöð + eitt tvinn)

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er ca 23-24.
  • Eyður fyrir upphafsstafi flestra kafla; á fjórum stöðum hefur upphafsstafur verið dreginn 2v, 9v, 16v, 19v.
  • Griporð koma fyrir á fjórum stöðum: 6r, 10v, 20v, 30v.

Ástand

  • Víða eru eyður þar sem ólæsileg orð hafa verið í forritinu.
  • Texti sést sumstaðar í gegn (sjá blöð 17r -18v og á fleiri stöðum).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Kaflamerkingum hefur verið bætt við kafla i-iv (sjá blöð 1r-2v) en á því er ekki áframhald að því er best verður séð.

Band

Band (288 mm x 188 mm x 12 mm) er frá 1700-1730:

  • Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli.
  • Merki um bláan safnmarksmiða er á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (110 mm x 114 mm) með hendi Árna Magnússonar: Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Úr bók Þorbjargar Vigfúsdóttur frá séra Þórði Jónssyni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 108, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1625-1672.

Það er skrifað eftir skinnhandriti sem glataðist við bruna háskólabókasafnsins 1728 (hinu sama og AM 154 fol. er skrifað eftir).

Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 13 fol., AM 342 fol., AM 113 b fol., AM 113 c fol. og AM 185 fol.

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Þorbjargar Vigfúsdóttur, en Árni Magnússon fékk hana frá sr. Þórði Jónssyni, bróðursyni hennar (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 2. desember 1885, Katalog I; bls. 108 (nr. 184), DKÞ færði inn grunnupplýsingar 19. mars 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 27. nóvember 2008; lagfærði ínóvember 2010 ÞÓS skráði 19. júní 2020. EM uppfærði kveraskipan 20. júní 2023.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Titill: Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. B-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Hasle, Annette
Umfang: 25
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: , Litterære forudsætninger for Egils saga
Umfang: 8
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Småstykker 1-5
Umfang: s. 350-363
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Höfundur: Þorleifur Hauksson
Titill: Grýla Karls ábóta, Gripla
Umfang: 17
Lýsigögn
×

Lýsigögn