Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 150 fol.

Grettis saga ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-96r)
Grettis saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Gretti Ásmundarsyni.

Upphaf

Önundur hét maður; son Ófeigs bullufóts …

Niðurlag

… það með hver giftumaður Þorsteinn drómundur var á sínum efstu dögum.

Baktitill

Og endum vér nú sögu Grettis Ásmundarsonar hér.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 96 + i blöð (310 mm x 200 mm); blað 96v er autt.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking: 1-172.
  • Síðari tíma blaðmerking með rauðum lit: 1-96.

Kveraskipan

Tólf kver.

  • Kver I: blöð 1r-8v, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9r-16v, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17r-24v, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25r-32v, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33r-40v, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41r-48v, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49r-56v, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57r-64v, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65r-72v, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73r-80v, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81r-88v, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89r-96v, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 250 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er ca 28-29.
  • Innri og ytri spássíur eru afmarkaðar.
  • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. blöð: 54, 60v og á fleiri stöðum).
  • Kaflaskipting: i-xc.

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Ein leiðrétting Þormóðs Torfasonar á spássíu blaðs 79r.

Band

Band (317 null x 207 null x 28 null) frá 1911-1913.

Bókfell á kili, pappírsklæðning.

Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti (nú í Acc 7).

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) en til um 1700 í Katalog I , bls. 104, en virkt skriftartímabil skrifarans var ca 1686-1707.

Það er uppskrift eftir skinnhandriti sem virðist nú glatað (sbr. JS 409 4to).

Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 149 fol., AM 157 g fol., AM 157 a fol., AM 154 fol., AM 157 c fol., AM 140 fol., AM 157 e fol., AM 164 k fol., AM 770 a 4to og AM 157 d fol. (sbr. AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XIV fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, blöð 6v-7r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885 í Katalog I; bls. 104 (nr. 179), Már Jónsson skráði hlut Árna Magnússonar 30. mars 2000, DKÞ skráði 28. september 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 26. nóvember 2008; yfirfór handritið í september 2008; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert 1911-1913.

Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730. Það band er í Acc 7.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, gerðar af Jóhönnu Ólafsdóttur í september 1992 eftir filmu frá sama tíma.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir (askja 379).

Notaskrá

Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Grettis saga

Lýsigögn