Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 146 fol.

Egils saga Skallagrímssonar ; Noregur, 1690-1697

Innihald

(1r-102v)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér hefir Egils sögu

Upphaf

Úlfur hét maður, son Bjálfa og Hallberu …

Niðurlag

… og urðu flestir miklir menn

Baktitill

og lýkur þar svo þessari frásögn.

Athugasemd

Eyða fyrir lausavísu á bl. 64r.

Eyða fyrir niðurlagi Arinbjarnarkviðu á bl. 90r.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 102 + v blöð (306 mm x 198 mm). Bl. 102v er autt.
Tölusetning blaða

  • Handritð er blaðsíðumerkt 1-207.
  • Það hefur verið blaðmerkt síðar af Kålund með rauðu bleki, 1-102.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 260 mm x 145-150 mm.
  • Línufjöldi ca 29-32.
  • Vísuorð eru sér um línu.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.

Skreytingar

Lítill bókahnútur á bl. 102r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band frá 18. öld (315 mm x 205 mm x 30 mm). Spjöld og kjölur klædd bókfelli. Leðurþvengir binda kjöl við spjöld utanfrá. Blár safnmarksmiði límdur á kjöl.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (140 mm x 130 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessi drápa stendur í engum Egils sögum nema þeim er Þormóður hefur látið skrifa. Hann fékk drápuslitrið frá mér og lét svo setja það inn í sín exemplaria, qvæ interpolatio ferenda non est. Í öðru exemplare, eins og þessu með hendi Ásgeirs, er og drápan. Það fékk etatsráð Mejer hjá Þormóði og ég eftir Mejer. [Bætt við að neðan með annarri hendi og yngra letri] Á sjálfsagt við Arinbjarnardrápu.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 103, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var c1686-1707.

Handritið var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók voru einnig AM 173 fol., AM 157 f fol., Vatnsdæla saga og AM 157 b fol. (sbr. AM 435 b 4to, bl. 4v-5v).

Uppskriftin er grundvölluð á Möðruvallabók, AM 132 fol. (e.t.v. frá því þegar hún var heilli), með hliðsjón af AM 463 4to (sbr. JS 409 4to og Bjarna Einarsson í Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum , bls. 49-52).

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var nr. XI fol. í safni Þormóðs Torfasonar (sbr. AM 435 b 4to). Árni Magnússon hefur líklega tekið hana í sundur.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. maí 1990.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH lagfærði í nóvember 2010 ÞS skráði 5.-8. desember 2008. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 26. september 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. nóvember 1885 (sjá Katalog I 1889:103 (nr. 175) .

Viðgerðarsaga

Yfirfarið af Mette Jacobsen í febrúar 1990 (sbr. seðil).

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Myndir gerðar í lesvél á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Titill: Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum, Gripla
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: VIII
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar I: A-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson, Chesnutt, Michael, Jón Helgason
Umfang: XIX
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Clunies Ross, Margaret
Titill: Creating the medieval saga, Verse and prose in Egils saga Skallagrímssonar
Umfang: s. 191-211
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: On the structure, format, and preservation of Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 21
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Titill: STUAGNL, Egils saga Skallagrímssonar tilligemed Egils større Kvad, Íslendinga sögur
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: IV
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Són, Arinbjarnarkviða : varðveisla
Umfang: 11
Höfundur: Þorgeir Sigurðsson
Titill: Arinbjarnarkviða, Gripla
Umfang: 25
Lýsigögn
×

Lýsigögn