Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 113 k fol.

Íslendingabók og ættartölur ; Ísland

Innihald

1 (1r-12r)
Íslendingabók
Titill í handriti

Schedæ Ara prests fróða

Vensl

A-gerð frá AM 113 b fol.

Tungumál textans
íslenska
1.1 (1r)
Formáli
Upphaf

Íslendingabók gjörða eg fyrst biskupum vorum …

Niðurlag

… að öllum Norvegi.

Athugasemd

Fyrir neðan formálann og á undan meginmálinu er yfirlit yfir efni bókarinnar.

Efnisorð
1.2 (1r-10v)
Um Íslandsbyggð
Titill í handriti

Incipit libellus Islandorum.

Upphaf

Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra Halfdanarsonar …

Niðurlag

… Hér lýkst sjá bók.

Efnisorð
1.3 (10v-12r)
Ættartölur
Efnisorð
1.3.1 (10v-11r)
Kyn biskupa Íslendinga og ættartala
Titill í handriti

Þetta er kyn biskupa Íslendinga og ættartala

Upphaf

Ketilbjörn landnámsmaður …

Niðurlag

… Ketils er nú er biskup að Hólum næstur Jóhanni.

Efnisorð
1.3.2 (11r-12r)
Nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga
Titill í handriti

Þessi eru nöfn langfeðga Ynglinga og Breiðfirðinga

Upphaf

Ingvi Tyrkjakonungur …

Niðurlag

… föður Brands og Þorgils föður míns en eg heitir(!) Ari.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum:

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Sennilega skjaldarmerki með kórónu efst ( 2, 3, 6, 7, 10, 11 )

    Mótmerki ( 1(?), 9(?) ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Fangamark (stafir?) ( 8, 12 ).

Vatnsmerki á saurblöðum er stórt dárahöfuð með fimm bjöllum á kraga og keðju.

Blaðfjöldi
i + 12 + i blað (192 mm x 117 mm). Blað 12r er autt að mestu; blað 12v er autt.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er með dökku bleki, 1, 5, 10, 12, síðari tíma viðbót.

Blaðmerkt er með rauðu bleki, 1-12, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan
Tvö kver.

  • Kver I: blöð 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-170 mm x 100 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-24.
  • Leturflötur afmarkaður með þurroddi.
  • Griporð eru á blöðum (sjá t.d. blað 2v); undantekningar frá því eru á blöðum 4r, 10v, 11v.

Ástand

  • Bleksmitun.
  • Blettir.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, skrifari er óþekktur; kansellískrift.

Skreytingar

Upphafsstafir eru stærri en meginmál (1-2 línur) og skreytt með breiðari línum og flúri.

Fyrirsagnir eru skrifaðar stærri og meira skreyttar en meginmál.

Griporð eru með stafaflúr (zigzag línum).

Band

Pappaband (192 null x 120 null x 4 null) frá 1772-1780. Safnmark og titill er skrifað framan á kápuspjald. Blár safnmarksmiði er á kili.

Handritið er í öskju með AM 113 b-k fol.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (171 mm x 107 mm) (á milli fremra kápuspjalds verso og saurblaðs 1r) með hendi Árna Magnússonar: Frá monsieur Magnúsi Arasyni 1705. [Yfirstrikað með krossi: "Það kemur mér svo fyrir, sem þetta exemplar sé það sama sem ég minn Ara fróða í fyrstu úr skrifaði 1687 eða 88. Hvað ef svo er, þá hefi ég gefið það einhverjum, það svo litum farið, þar til ég það aftur eignaðist."] Þetta er, að vísu eigi svo. Þetta exemplarer manifeste progenies Codicis A en exemplarið, hvar eftir ég minn Ara fyrst skrifað var, ad visa tradux Codicis B.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og runnið frá AM 113 b fol. (A-gerð). Það er tímasett til síðari hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 78.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Magnúsi Arasyni árið 1705 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. apríl 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 7. febrúar 2024.
  • VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 8. febrúar 2009; lagfærði í nóvember 2010.
  • DKÞ grunnskráði 22. nóvember 2001
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 31. október 1885 Katalog I; bls. 78 (nr. 141)

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1971.

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn