Skráningarfærsla handrits

SÁM 25f

Sögubók (6/6) ; Ísland, 1905-1915

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3r)
Niðurlag …
Upphaf

… Heyrðu ljúfi minn nú, sagði hún við mann sinn …

Niðurlag

… því svona breyttir þú við okkur og við breyttum svona við þig. (Endir).

2 (3r)
Heimþrá
Titill í handriti

Heimfýsi og hörmungarævi (uppskrifað úr gömlu almanaki).

Upphaf

Fyrir 25 árum síðan var Pólverji einn, Jakob Kotra(?) að nafni …

Niðurlag

… en beiskyrtur hafði hann verið um stjórn …

Athugasemd

Sögunni er fram haldið á blöðum 4v-6r.

2.1 (4v-6r)
Framhald …
Upphaf

… Rússa fyrir meðferð þá …

Niðurlag

… og eyðilagður af(!) sál og líkama.

Efnisorð
3 (3v-4r)
Dæmisögur - Heimskt er heimaalið barn
Titill í handriti

Dæmisögur. Heimskt er heimaalið barn

Upphaf

Ofurlítil skjaldbaka hafðist útivið í brunni einum …

Niðurlag

… bera sjóinn saman við þennan brunn.

Efnisorð
4 (6v-7r)
Drengurinn með körfuna
Titill í handriti

Drengurinn með körfuna

Upphaf

Fyrir nokkrum árum gekk lítill drengur í nánd við Washington með þunga körfu …

Niðurlag

… sem bar körfuna, var sjálfur forseti Bandafylkjanna.

5 (7r-9r)
Hnyttilegur hrekkur
Titill í handriti

Hnyttilegur hrekkur

Upphaf

Annan febrúar í ár (1893) fékk leikhússtjórinn í Stafangri hraðfrétt svo látandi …

Niðurlag

… mörgum hundruðum krónum ríkari en hann var deginum áður.

6 (9r-9v)
Líflát Kínverja
Titill í handriti

Líflát Kínverja

Upphaf

Á Kínverjalandi tíðkast dauðahengingar mjög …

Niðurlag

… eru þeir svo hálshöggnir eða hengdir.

7 (9v-10v)
Svör Persakonungs
Titill í handriti

Svör Persakonungs

Upphaf

Eins og kunnugt er eru veðhlaup mjög tíð …

Niðurlag

… látum við þræla vora gera í voru landi.

8 (10v-11v)
Vesturheimsmaðurinn
Titill í handriti

Vesturheimsmaðurinn

Upphaf

Lögregluþjónninn: Ég sé að þér munuð vera ókunnugur hér …

Niðurlag

… því sögðuð þér mér þetta ekki undir eins?

Skrifaraklausa

T.G.

Athugasemd

Sjá blað 11v.

9 (11v-27v)
Konungsbörn í álögum
Titill í handriti

Konungsbörnin í álögununum

Upphaf

Einu sinni voru kóngur og drottning …

Niðurlag

… og það hélst vinskapur milli ríkjanna. (Endir).

Skrifaraklausa

Helgi Kristjánsson, Leirhöfn, Helgi Kristjánsson, Leirhöfn.

Athugasemd

Sjá blað 27v.

Á blöðum 27v-28r eru talin upp fimm atriði undir fyrirsögninni Ráðningar og undir Fyrirsagnir eru þrjár taldar (sjá blað 28v (þar kemur einnig fyrir nafnið: Jóhann Kristjánsson box 37 A, Reykjavík.

Efnisorð
10 (28v-29r)
Enginn titill
Upphaf

Bokki sat í brunni …

Niðurlag

… kindótta, krókótta, klafótta(?) kerlingar eyra.

Efnisorð
11 (29v-30r)
Enginn titill
Upphaf

Þann vil eg ræða um …

Niðurlag

… Hallast á hestinum, ríða verð eg þó.

Athugasemd

Pennaprufur og e.t.v. eitthvað fleira eru á blaði 30v.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
30 blöð (170 mm x 100-104 mm).
Tölusetning blaða

Upphaflegt blaðsíðutal: 17-65; 2 ótölusettar bls.; 66 ( bls. 67, 68, 69, 70 vantar, þ.e. 2 blöð).

Blaðsett af skrásetjara með blýanti 1-30.

Kveraskipan

Eitt kver.

  • Kver I: blöð 1-30, 14 tvinn + tvö stök blöð (blöð 4-5).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 135-145 mm x 95 mm.
  • Línufjöldi (áprentaðar línur) er 18-19.

Ástand
Blöð 16-17 eru laus úr bandinu.
Skrifarar og skrift

Með hendi Helga Kristjánssonar í Leirhöfn (sbr. blað 27v.); snarhönd.

Band

Band (170 mm x 103 mm x 3 mm): Kverið er heft innan í rauða pappakápu sem sniðin hefur verið um það. Kápan er sniðin úr sömu örk og kápan utan um SÁM 25e. Texti er að hluta til sá sami, þ.e. nýárskveðjan frá J. Alexander Dobbie og co. Waverley Poultry Foiod Specialists og Mills, Leith. N.B og upplýsingar um alifuglarækt. Á þessa kápu er jafnframt prentað: 1904-1905 ,Calendar og Knowledge is power.

Handritið liggur í grárri pappaöskju með SÁM 25 a-e.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi líklega á fyrsta ártug tuttugustu aldar eða í upphafi þess næsta.

Ferill

Bókin er ein sex lítilla bóka sem Stofnun Árna Magnússonar á í uppskrift Helga Kristjánssonar (sbr. ópr. skrá SÁM).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði 3. nóvember 2010.

Lýsigögn
×

Lýsigögn