Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 399 f 8vo

Collectanea personalia et litteraria, 1740-1760

Tungumál textans
latína

Innihald

(1r-86v)
Collectanea personalia et litteraria
Upphaf

In Portu ...

Niðurlag

... Bello Lunio Amsterdame | anno 1628.

Notaskrá

Gottskálk Jensson (2001). Hugmynd um bókmenntasögu Íslendinga. s. 83-118.

Athugasemd

Ævisaga Jóns Thorcillius á latínu, auk þess heimildir um bókmenntaverk hans og bókasafn.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 86 + i blöð (157 mm x 101 mm). Auð blöð: 33v-34r, 35v-36r, 37, 42v.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerking 1-86 með blýanti í efra horni rektósíðna, síðari tíma viðbót.
  • Leifar af gamalli blaðmerkingu 2-7.

Kveraskipan

14 kver:

  • Kver I: 1-6, 2 tvinn.
  • Kver II: 7-14, 4 tvinn.
  • Kver III: 15-21, 1 stakt blað og 3 tvinn.
  • Kver IV: 22-29, 4 tvinn.
  • Kver V: 30-37, 4 tvinn.
  • Kver VI: 38-42, 2 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver VII: 43-48, 3 tvinn.
  • Kver VIII: 49-50, 1 tvinn.
  • Kver IX: 51-52, 1 tvinn.
  • Kver X: 53-64, 6 tvinn.
  • Kver XI: 65-68, 2 tvinn.
  • Kver XII: 69-72, 2 tvinn.
  • Kver XIII: 73-76, 2 tvinn.
  • Kver XIV: 77-86, 4 tvinn og 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 130-143 mm x 75-83 mm.
  • Línufjöldi er 4-32.
  • Leturflötur afmarkaður með broti í blaði.

Ástand

  • Blek sést víða í gegn.

Skrifarar og skrift

Eiginhandarit Jóns Thorkillius, snarhönd, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Mikið um útstrikanir og leiðréttingar af hendi skrifara.

Band

Nýlegt band (161 mm x 115 mm x 20 mm).

Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Límmiði á kili með safnmerki

Handritið er í nýlegri öskju (172 mm x 131 mm x 29 mm). Límmiði framan á með safnmerki og merki Árnastofnunar.

Eldra band er geymt í sér öskju ásamt öðrum böndum (163 mm x 111 mm x 17 mm)

Pappaspjald klædd marmarapappír, leður á kili og hornum. Kjölur þrykktur með gyllingu. Saurblöð fylgja bandinu.

Fylgigögn

Með gamla bandinu fylgdi lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. S. | 399 f || J. Thor- | killius: | Collecta- | nea

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett á fyrri hluta 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 959.

Í grein Gottskálks Jenssonar, Hugmynd um bókmenntasögu Íslendinga, s. 115, kemur fram að handritið sé skrifað um það bil 1750.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Áður í konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 1. desember 2023 ; bætti við skráningu 26. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 305.

Viðgerðarsaga
Gert var við handritið í mars til maí 1972 og október 1994 til ágúst 1995. Handritið er í nýlegu bandi, en ekki í hylki. Gamalt band fylgdi í fóðraðri kápu með bendlum. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð fylgdi með ásamt kveraskiptingu.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn