Skráningarfærsla handrits

NKS 1 8vo

Nýja testamentið, 1600-1699

Titilsíða

Það nýja Testamentum á íslensku: Yfirséð og lesið eftir þeim réttustu útleggingum sem til hafa fengist. Matth. 17. Þessi er minn elskulegur sonur á hverjum ég hef alla þóknan honum skulu þér hlýða. Prentað á Hólum í Hjaltadal ANNO M. DC. IX. (Bl. 1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-627v)
Nýja testamentið
Titill í handriti

Það Nýja testamentum, á íslensku

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
627 blöð + ii blöð (96 mm x 80 mm). Auð blöð: 275v, 628r-629v.
Tölusetning blaða

  • Rektósíður blaðmerktar 1-626 í efra horni, síðari tíma viðbót. Blað á milli 476 og 477 er ómerkt.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 69-82 mm x 55-63 mm.
  • Línufjöldi er 20-23.
  • Griporð.
  • Texti endar í totu (bl. 351v, 627).

Ástand

  • Blöð misþykk og fúin.
  • Blettir á stöku stað á spássíum, skerðir ekki texta.
  • Bleksmitun (t.d. bl. 351v).
  • Litur litast í gegn.
  • Neðra horn slitið (bl. 113, 128, 169, 200, 312).
  • Gat sem hefur áhrif á texta bl. 26.
  • Vegna afskurðar eru síðutítlar og spássíugreinar skertar, víða.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Finnssonar í Flatey, léttiskrift.

Skreytingar

Titilsíða skreytt með ramma utan um texta, með rauðum lit (bl. 2r).

Stórir, litaður og skreyttir upphafsstafir.

Upphafstafir með andlitsmyndum.

Minni upphafstafir við upphaf kafla.

Bókahnútar (bl. 11v, 275r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Innan á fremra spjaldi eru tveir stimplar sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Innan á aftara spjaldi er stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafniensis.
  • Spássíugreinar og tilvísanir víða, með hönd skrifara.

Band

Band er sennilega upprunalegt, en ártalið 1729 er prentað á baksíðu þess (100 mm x 109 mm x 90 mm).

Skinnband, tréspjöld klædd blindþrykktu pergamenti, með tveimur spennslum. Á kápu er gylltur rammi og fangamarkið: O.G.S. fyrir miðju. Kjölur skiptist í fjóra reiti og eru reitir gullþrykktir með mynstri, nema annar reitur ofan frá, þar er gullþrykkt: DET NYE TESTAMENT.

Handritið er í ljósgrárri öskju (álímt efni) (116 mm x 109 mm x 89 mm). Límmiði á kili með safnmarki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 923.

Ferill

Á bl. 1r stendur með rauðum stöfum: Þessa bók eignaðist eg Olafur Gunnlaugsson anno M.DCC.XXX og hefur Jón H Finnsson er var í Flatey á Breiðafirði skrifað hana.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. apríl 1997.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 reglum 5. febrúar 2024 .

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket , bls. 293.

Viðgerðarsaga
Gert var við gamalt band og handritið er í nýju hylki. Nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð á bandi fylgdi með.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn