Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1848 d 4to

Samtíningur, 1700-1799

Titilsíða

In versutias serpentis recti et tourtuosi | Það er | lítil hugrás yfir svik og vél | ræði djöfulsins, sem stundum gengur rét | tur, stundum hlykkjóttur að | spilla mannkyns sáluhjálp. | Samanskrifað | Anno 1627. | Síra Guðmundi Einarssyni | prófasti yfir Þórness-þingi | Sóknar-héra[ð] að Staða-Stað. Suum ee hocce | Manuscriptum | propria testat manu | G Th Thorleicius Thingöris | Húnvatnensium | Anno habitalæ Islandiæ | Nongentiesimo. (Bl. 1r).

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-4v)
In versutias serpentis recti et tortuosi
Titill í handriti

Candido lectori, vita, salus, victoria!

Upphaf

Öllum Guðs börnum, christen lesare; ætti sú ...

Niðurlag

... með sínum heilaga anda, sínu blessaða nafni til lofs. Anno 1627.

2 (2r-81v)
Pars Prior Huus Libelli de Serpente Recto et Tortuoso
Titill í handriti

Fyrri partur þessa bæklings um höggorminn sem réttur og boginn gengur að því verki að spilla vorri sáluhjálpl

Upphaf

Höggormur þessi seigist af hálærðum mönnum ...

Niðurlag

... ekki að segja sína meinung um endurlausnarann.

Athugasemd

Libelli de Serpente Recto et Tortuoso fyrirfinnst a.mk. í eftirfarandi handritum: ÍBR 135 fol. bl. 23r-68r, IB 93 4to, NKS 1848 c 4to 29r-69r, Lbs 494 8vo 1r-98v og SÁM 53.

3 (84r-111v)
Skrif mót okri
Titill í handriti

Skrif mót okri, hversu það sé bannað í Guði, samantekið af Sr. Guðmundi Einarssyni, prófasti yfir Þórnes-þingi og presti að Staða-Stað.

Upphaf

Þegar Doct. Albertus Cranzius, sem var einn ca | nonicus í Hamborg ...

Niðurlag

... Guði til | handa, nú og æfinlega í Jesú nafni, Amen!

Skrifaraklausa

Valete symmistæ charissimi, deo acce | pti, hominibus chari! Vobis ad | dictissimus | Guðmundur Einarcius | 10. september 1620. (Bl. 111r).

4 (112r-117r)
Um hospitals-hlut
Titill í handriti

Opið bréf herra lögmannsins Sigurðar Björnssonar um hospitals-hlut og annað fleira.

Upphaf

So sem hans kongl. Majestet hefur fyrir sett með sinni allri náð ...

Athugasemd

Undir er nafnið Sigurður Björnsson, á Saurbæ á Kjalarnesi þann 23. mars 1702. (Bl. 117r).

5 (117r)
Staðfesting Jóns Eyjólfssonar sýslumanns.
Athugasemd

Undir er nafnið Jón Eyjólfsson, á Nesi 25. mars 1702.

6 (117v-118r)
Staðfesting Ólafs Péturssonar prests.
Upphaf

Þetta framanskrifað vel og guðrætilega ...

Athugasemd

Undir er nafnið Ólafur Péturson að Gerðum á Álftanesi, 27. mars 1702.

7 (118r)
Staðfesting Gísli Jónsson prests.
Upphaf

Framan skrifaða yfirvaldanna ...

Athugasemd

Undir er nafnið Gísli Jónsson á Útskálum 6. apríl 1702.

8 (118v-119r)
Áburður séra Páls Björnssonar upp á Erlend Eyjólfsson
Upphaf

Æruverðugum virðulegum herrum og land | síns hjöfðingjum ...

Athugasemd

Undir er nafnið Páll Björnsson í Selárdal 7. júní 1667.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (2 tegundir: I. bl. 2r-82v, II. 1r og 83r-120v).
Blaðfjöldi
i + 118 + i blöð (208 +/- 2 mm x 166 +/- 2 mm). Bl. 5, 82, 83, 111v, 119v-120v eru auð.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerking á neðri rektósíðu 0-118.
  • Leifar af eldri blaðmerkingu í efra horni rektósíðna.

Kveraskipan

20 kver:

  • Kver I: bl. 1-5, 1 stakt blað og 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 6-13, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 14-21, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 22-29, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 30-37, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 38-45, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 46-53, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 54-61, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 62-69, 4 tvinn.
  • Kver X: bl. 70-77, 4 tvinn.
  • Kver XI: bl. 78-82, tvinn, 1 stakt blað, tvinn.
  • Kver XII: bl. 83-86, 2 tvinn.
  • Kver XIII: bl. 87-90, 2 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 91-94, 2 tvinn.
  • Kver XV: bl. 95-98, 2 tvinn.
  • Kver XVI: bl. 99-102, 2 tvinn.
  • Kver XVII: bl. 103-106, 2 tvinn.
  • Kver XVIII: bl. 107-110, 2 tvinn.
  • Kver XIX: bl. 111-114, 2 tvinn.
  • Kver XX: bl. 115-118, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Bl. 2r-82r:
    • Leturflötur er 160 mm x 120-125 mm.
    • Línufjöldi er 22-24.
  • Bl. 84r-119r:
    • Leturflötur er 170-175 mm x 120 mm.
    • Línufjöldi er 30-33.
  • Leturflötur er afmarkaður með línum utanum um texta, bl. 6r og með broti í blaði bl. 84r-119r.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti, bl. 28v, 29v, 31r og 40r.
  • Griporð, bl. 69v, 84r-118v en frá bl. 86r er flúr fyrir aftan þau.
  • Texti endar í totu, bl. 111r.

Ástand

Skrifarar og skrift
Tvær hendur

Óþekktur skrifari, fljótaskrift, kansellíbrotaskrift í fyrirsögnum og sem áherslur í texta, bl. 2r-81r.

Sennilega Gísli Þórðarson Thorlacius (skv. titilsíðu), fljótaskrift, kansellibrótaskrift í fyrirsögnum og sem áherslur í texta. Sama rithönd á bl. 1r og 84r-119r og áfram.

Skreytingar

Skrautskrifaðar fyrirsagnir, bl. 6r, 12r, 14v, 29r, 31v, 35v, 36v, 40v, 56r, 56r, 57r, 58r, 59v, 61v, 63v-64r, 68v, 74r, 75v, 79v, 84r.

Upphafstafir í upphafi greinaskila og á eftir fyrirsögnum eru ögn skreyttir, sjá t.d. bl. 9r og 6r, 56r.

Lítill bókahnútur, bl. 55v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar, allvíða.
  • Krot, bl. 2r, 34v, 40r, 44v, 45v, 48v, 53v-54v, 58v, 74r.
  • Á fremra saurblaði er gamalt safnmark.
  • Á fremra saurblaði, 2r og 119r er stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafnensis.
  • Nöfn á spássíum: Björn Guðmundsson bl. 69r; Auðunn bl. 73v, nokkur nöfn á bl. 82v meðal annars: Guðmundur Björnsson og Brynjólfur Þórðarson Thorlacius.

Band

Upprunalegt band (218 mm x 179 mm x 20 mm).

Pappírskápa pökkuð inn í brúnan pappír, utanáliggjandi saumur (long-stitch binding, þ.e. sýnilegur saumur á ytra byrði bands).

Handritið er í nýlegri öskju (228 mm x 194 mm x 28 mm). Límmiði á kili með safnmarki og framan á með merki Árnastofnunar og safnmerki.

Kápa handritsins er snjáð og slitin.
Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. Saml. | 1848 d, |.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett á 18. öld í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 753.

Ferill

Á bl. 82v stendur Þesse bök tilheirer mier underskrifuðum og er lied Monsieur Guðmunde Björnssyni a Silfrastodum A°1775. Brinjolfur Þordarson Thorlacius.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 12. október 2023 ; yfirfór skráningu 17. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket, bls. 245.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn