Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

NKS 1848 c 4to

Ritgerðir eftir Guðmund Einarsson ; Ísland, 1700-1799

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-28v)
Bæklingur hljóðandi um hvernig okur er fyrirboðið og bannað í Guðs orði.
Titill í handriti

Bæklingur hljóðandi um það hvernig okkur er fyrirboðið og bannað í Guðs orði. Samanskrifaður af séra Guðmundi Einarssyni presti að Staðastað, og prófasti yfir Þornessþingi Anno 1640.

Upphaf

Þegar Doct. Albertus Crantzius sem var einn canonicus til Hamborg ...

Niðurlag

... Guði til handa nú og æfinlega í Jesú nafni. Amen.

Skrifaraklausa

Valete Symmystæ charissimi, deo accepti, hominit cari. Vobis addictissimus 10. oktobris 1640, Guðmundur Einarsson. (Bl. 28v).

2 (29r-69r)
In versutias serpentis recti et tortuosi
Titill í handriti

In versutias serpentis recti et tortuosi. Það er lítil hugrás yfir svik og vélræði djöfulsins, sem stundum gengur réttur, stundum hlykkjóttur að spilla mankynsins sæluhjálp. Samanskrifað anno 1627, af Guðmundi Einarssyni. Lectori candido, vita, salus, prosperitas!

Upphaf

Öllum guðsbörnum /: christen lesari :/ ætti sú dóms ályktun ...

Niðurlag

... göldrum sínu ríkt til uppbyggingar, en christi ríkt til eyðileggingar.

Athugasemd

In versutias serpentis recti et tortuosi fyrirfinnst a.mk. í eftirfarandi handritum: ÍBR 135 fol., ÍB 93 4to, NKS 1848 d 4to og Lbs 494 8vo.

3 (69r-88r)
Svar Guðmundar Einarssonar við Fjandafælu Jóns Guðmundssonar.
Titill í handriti

Pars Posterior Hiyus Lx Belli De Tythmo Jonæ Gudmunds. Það er seinni partur þessa bæklings um þann dygkt Fjandafæluna sem Jón Guðmundsson ordt hefur. Item Lítið svar til þess í vofaldlegs mótkast vor allir fáum af grindum Jóni, og hans mökum, sem finnum að þeirra fyrir boðinni læknings kunst.

Upphaf

Þennan kveðling, sem kallast Fjandafæla, hann segist ...

Niðurlag

... til eilífar sáluhjálpar fyrir Jesú christum vorn endurlausnara og frelsara. AMEN.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 88 + i blöð alls (209 mm x 164 mm). Bl. 88v autt.
Tölusetning blaða

  • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti á neðri spássíu 1-88.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 185-195 mm x 134-145 mm.
  • Línufjöldi er 29-31.
  • Leturflötur afmarkaður, sjá t.d. bl. 88v.
  • Texti endar í totu, bl. 88r.
  • Griporð, pennaflúruð, sjá bl. 7r og 87v.
Ástand

  • Af bl. 77 er aðeins varðveitt ræma upp við kjöl.
  • Blettir víða, en skerða ekki texta, sjá bl. 5r, 25r, 28r, 41r og 74v.
  • Blettir/skemmdir sem hafa áhrif á texta, við kjöl bl. 6r, 7v, 12r, 13v, 18r, 31v, 36r, 42r, 49v, 55v, 66r, 67v, 81v-82r, 85v og 86v-87r.
  • Texti sést í gegn, t.d. 1v, 28v og 69v.
  • Skafið burt, bl. 38v og 69v.
  • Það virðist hafa verið skorið af blöðum, t.d. á bl. 7, 34, 39, 44 og 81.
  • Ytri jaðar blaða hefur orðið fyrir bleksmitun, sjá t.d. bl. 79v-80r.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, fljótaskrift, en titlar, t.d. bl. 29r og fyrirsagnir t.d. bl. 36v eru með kansellíbrotaskrift en áhersluorð í texta t.d. bl. 83r eru með blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar eru allvíða, t.d. 2r, 3v, 36r, 36r, 39r og 83r.
  • Á fremra saurblaði er gamalt safnmark og krot Stephan
  • Á bl. 37r eru pennakrot á neðri spássíu og á aftari spjaldi eru pennaprufur.
  • Á bl. 1r og 88r er stimpill sem á stendur: Bibliotheca Regia Hafnensis.

Band

Sennilega upprunalegt band frá 18. öld (219 mm x 166 mm x 26 mm).

Bókaspjöld klædd blindþrykktu brúnu leðri, upphleyptur kjölur.

Handritið er í nýlegri öskju (226 mm x 186 mm x 34 mm). Límmiðar á kili og framan á öskju með safnmarki.

Fylgigögn

Með handritinu fylgir lítill brúnn merkimiði frá Safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn. Á honum stendur: Håndskr. Afd. | Ny kgl. | Saml. | 1848 c,|

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi.

Það er tímasett til 18. aldar í Katalog over de oldnorsk-islandske håndskrifte, nr. 752.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1986.

Áður í safni Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

MJG skráði samkvæmt TEI P5 11. október 2023 og uppfærði skráningu 5. janúar 2024.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter i Det store kongelige Bibliotek og i Universitetsbiblioteket , bls. 245.

Viðgerðarsaga
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn