Skráningarfærsla handrits

Lbs 4434 III 8vo

Rímur af Trianus og Floridabel ; Ísland, 1781

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-25v)
Rímur af Trianus og Floridabel
Upphaf

Nú skal renna á Rögnis skál …

Athugasemd

Óheilt.

6 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír (2 tegundir, blöð 1–21 og 22–25).

Blaðfjöldi
25 blöð (161-165 mm x 100-105 mm).
Tölusetning blaða
Blöðin voru blaðmerkt við talningu.
Umbrot

Einn dálkur.

Leturflötur er 140-155 mm x 85-95 mm.

Línufjöldi 21-30.

Síðutitill: Rimur af Thrianus og Floridebel.

Ritháttur á síðuhaus ögn breytilegur milli sumra blaða.

Griporð víða.
Ástand

Á eftir blaði 15 vantar 1 blað.

Blöð 22-24 lítils háttar sködduð neðst án þess að torveldi lestur að ráði, en af blaði 25 hefur nokkuð rifnað neðst út frá innri spássíu svo að kemur niður á lestri, auk þess sem versohlið þess blaðs er svo dökk að tefur lestur.

Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Bókahnútur á blaði 25r.

Skrautbekkur á blaði 25v.

Band

Óbundið en gulri pappakápu brugðið utan um síðar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1781.
Ferill
Nafn á neðri spássíu blaðs 25v: Ingibjörg
Aðföng
Sigfús Sigmundsson gaf 1983.

Gjafatíminn er líkleg ágiskun.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Eiríkur Þormóðsson nýskráði 24. október 2011
Viðgerðarsaga
Viðgert í Reykjavík einhvern tíma á árabilinu 1983-1994.
Lýsigögn
×

Lýsigögn