Skráningarfærsla handrits

Lbs 2962 8vo

Rímur af Þorsteini Víkingssyni ; Ísland, 1832

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Rímur af Þorsteini Víkingssyni
Titill í handriti

Hér skrifast Rímur af Þorsteini Víkingssyni kveðnar af sáluga Jóni Þorsteinssyni í Fjörðum. Nýlega lagfærðar og í kraftfyllri, náttúrlegri og fullkomnari skáldskaparmeining umbreyttar af prestinum síra Hjálmari Guðmundssyni á Kolfreyjustað.

Upphaf

Þögnin gyrðir seggi senn / sútar hörðum linda …

Skrifaraklausa

Rímurnar, ásamt eftirmálanum, eru skrifaðar á Berunesi, endaðar þann 22. nóvember 1832 af Þorsteini Þorsteinssyni.

Athugasemd

Rímunum fylgir eftirmáli Hjálmars þar sem hann gerir grein fyrir tilgangi sínum með því að lagfæra rímurnar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 258 + 26 blaðsíður (160 mm x 100 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Þorsteinn Þorsteinnson

Band

Skinnbindi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ísland, 1832.

Ferill

Á skjólblöðum handritsins er ýmislegt krot, m.a. nöfn manna, sem átt hafa handritið. Má þar greina nöfnin Runólfsson 1872, Jón Jónsson og Þorfinnur.

Aðföng

Lbs 2956-2977 8vo, gjöf sumarið 1951 frá Ragnari H. Ragnar skólastjóra á Ísafirði, en hann fékk í Íslendingabyggðum vestan hafs.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 2. aukabindi, bls. 113.

Halldóra Kristinsdóttir skráði 16. nóvember 2016.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn