Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 1239 8vo

Sálmabók ; Ísland, 1764

Titilsíða

Nokkrir sálmar og söngvar. Samantínt eftir sem fengist hefur úr ýmsum bókum og í eitt samanskrifað, Anno 1764.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-25v)
Nokkrir sálmar og söngvar
Titill í handriti

Nokkrir sálmar og söngvar eftir þeirri dönsku sálmabók sem prentuð var í Kaupenhafn Anno 1569 sem ei eru áður útlagðir.

Efnisorð
2 (26r-108r)
Vikusálmar og einstakir sálmar
Titill í handriti

Sálmar á kvölds og morgna á sérhverjum degi vikunnar að syngja. Með einfölldum orðum og alkenndum tónum uppsettir af Þorbirni Salomonssyni. Anno 1727.

Athugasemd

Aftast er efnisyfirlit.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
[2+] 204 + (reg.) 4 blaðsíður (95 mm x 133 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd. Óþekkt.

Nótur
Í handritinu eru 23 sálmar með nótum:
  • Fagna þú Christi heilög hjörð (4r)
  • Gleðjist og fagnið öll rétt trúuð (5r-5v)
  • Heimsins blóma, hefð og sóma (6r-6v)
  • Ó dýrðar kongur kristi kær (7r-7v)
  • Guðs engill kom í dýrð af himni há (8r-10v)
  • Engill guðs situr hjá gröfinni (10v-11v)
  • Herrann Kristur af himnum kom (12r-14r)
  • Adams afkvæmi allir hér (14v-15v)
  • Kom helgi andi herra guð (15v)
  • Ó herra guð fyrir þinn hæstan kraft (16v-18r)
  • Miskunna oss eilífi guð (18v-19r)
  • Lofið drottinn þér heiðnar heimsins þjóðir (19v-20r)
  • Heiðrið þér drottinn heiðnar þjóðir allar (20r-20v)
  • Hallelúja, Guði sé lof og æra (21r-21v)
  • Hallelúja, allt hvað lifir á jörðu (21v-22r)
  • Christum vorn sáluhjálpara (22r-22v)
  • Drottinn lát nú þinn þénara í friði fara (22v-23r)
  • Blessaður, blessaður, blessaður, veri guð alltíð (23v-24r)
  • Dagur í austri enn, upprunninn gleður menn (38r)
  • Nú er ein vika nýkomin (43r-43v)
  • Öll Christi brúður upprísandi (53r)
  • Rís upp drottni dýrð (100v-101v)
  • Ó ég manneskjan auma (105r)
Band

Skinnband.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1764.
Ferill

Á blaði 108r stendur nafnið Ingveldur Jónsdóttir og fyrir neðan: Þessa bók á ég Njáll Árnason.

Handritin virðist munu vera af Snæfellsnesi.

Aðföng
Lbs 1235-1281 8vo eru keypt úr dánarbúi Jóns rektors Þorkelssonar árið 1904.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2. bindi, bls. 240.

Guðrún Laufey Guðmundsdóttir frumskráði, 26. nóvember 2018.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn