Skráningarfærsla handrits

Lbs 436 8vo

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar ; Ísland, 1745

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
110 blöð ( 148 mm x 94 mm ).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; skrifari ótilgreindur.

Band

Skinnband með spennum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, 1745.
Ferill

Handritið virðist hafa verið ættargripur fólks sem búið hafði á Dröngum á Skógarströnd. Á fremra skjólblaði er það merkt þeim Guðbjörgu Jónsdóttur, Guðrúnu Jónsdóttur og Katrínu Þorvaldsdóttur. Þar kemur eftirfarandi fram:

Þessa bók á Guðbjörg Jónsdóttir og er vel að henni komin þar móðir hennar [Guðbjörg Jónsdóttir eldri] gaf henni hana.

Þessa bók á ég undirskrifuð og er vel að henni komin því mín elskuleg systir Guðbjörg hefur mér hana gefið, til merkis mitt nafn að Dröngum 8. apríl Anno Christi 1772 Guðrún Jónsdóttir.

Katrín Þorvaldsdóttir á þessa bók með réttu en enginn annar maður né kvinna.

Á aftara skjólblaði kemur jafnframt fram að Katrín hafi fengið bókina að gjöf frá föður sínum, Þorvaldi Jónssyni, árið 1789. Þorvaldur var bróðir þeirra Guðbjargar og Guðrúnar Jónsdætra.

Á blaði 110v eru eftirfarandi nöfn rituð að því er virðist með hendi Katrínar: Þorvaldur Jónsson, Guðný Oddsdóttir, Gísli Jónsson, Kristín Ólafsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Oddur Guðbrandsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Jón Þorvaldsson, Guðný Þorvaldsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir.

Aðföng

Lbs 430-450 8vo keypt af Pétri Eggerz 1892.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Arnheiður Steinþórsdóttir frumskráði 24. ágúst 2020.

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 2. bindi, bls. 90 .

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn