Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

Lbs 627 fol.

Lofsöngur ; Ísland, 1874-1910

Athugasemd
Lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, texti eftir Matthías Jochumsson
Tungumál textans
íslenska (aðal); enska; danska

Innihald

1 (1r-3r)
Lofsöngur
Titill í handriti

Ó guð vors lands. Kvæði eftir Matthías Jochumsson. Söngur fyrir karlakór eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Upphaf

Ó guð vors lands / ó lands vors guð ...

Niðurlag

... sem tilbiður guð sinn og deyr.

Athugasemd

Fyrir karlakór með undirleik, raddskrá

2 (5r-8r)
Lofsöngur
Titill í handriti

Hymn of praise

Upphaf

God of our land / our country's God ...

Niðurlag

... that praising thee passeth away.

Ábyrgð

Þýðandi : Eiríkur Magnússon

Athugasemd

Þrjú erindi.

Fyrir blandaðan kór með undirleik, raddskrá.

3 (9r-10v)
Lofsöngur
Titill í handriti

Tilegnet Hans Majestæt Kong Christian den niende. Islands Nationalhymne: "Ó guð vors lands". Digt af Mathias Jockumsen. Musikken af Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Upphaf

Ó guð vors lands! / Ó lands vors guð! ...

Niðurlag

... sem tilbiður guð sinn og deyr.

Notaskrá

Nótur og texti á blöðum 9v-10v eru gefnar út í: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ó, guð vors lands [nótur] = O landets gud = we pray our god / tekst af Mathias Jockumsen, musik af Sv[einbjörn] Sveinbjörnsson, Köbenhavn og Leipzig 1910.

Athugasemd

Fyrir blandaðan kór með undirleik, raddskrá.

4 (11r-14r)
Lofsöngur
Titill í handriti

Den islandske Nationalhymne. Ó guð vors lands for Orkester af Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Athugasemd

Raddskrá (með dönskum titli).

5 (15r-18r)
Lofsöngur
Titill í handriti

The Icelandic National Anthem for the Orchestra Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Athugasemd

Raddskrá (með enskum titli).

6 (19r-22r)
Lofsöngur
Titill í handriti

The Icelandic National Anthem for the small Orchestra by Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

Athugasemd

Raddskrá (með enskum titli).

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
22 blöð (304-344 mm x 240-259 mm). Auð blöð: 3v-4v, 14v, 18v, 22v.
Tölusetning blaða
Blaðsíðutal 1-6 (11v-14r) e.t.v. upprunalegt.
Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 12-295 mm x 145-225 mm.

Sums staðar strikað lóðrétt að hluta fyrir leturfleti.

Ástand
Tvinnið blöð 4 og 8 nokkuð nálægt því að rifna í sundur.
Skrifarar og skrift
Nótur
Handritið er nótnahandrit og hluta nótnanna fylgir kvæðatexti.
Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á blaði 5r: Words by Mathias Jochumson. English Translation by Eiríkur Magnússon. Composed by Sveinbjorn Sveinbjornsson.
  • Á blaði 9r: Nokkur prentfyrirmæli og den niende breytt í IX., hvort tveggja með blýanti.
  • Á blaði 9v: Copyright 1909 by Wilhelm Hansen Leipzig.
  • Á blaði 11r: Lítils háttar prentfyrirmæli með blýanti og rauðum lit. Efri hluti síðunnar er álímingur yfir eldri texta.
  • Á blaði 15r: All rights reserved.
  • Á blaði 19r: Correct.

Band

Lausar arkir og laus blöð. Sumar arkanna með saum í kjölinn. Kápum nýlega slegið utan um.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 19. og 20. öld.
Aðföng
Gjöf frá Mrs Eleanor Sveinbjörnsson ekkju Sveinbjarnar.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir yfirfór skráningu 7. mars 2012 ; Eiríkur Þormóðsson frumskráði, 5. mars 2012 ; Handritaskrá, 2. aukab.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn