Skráningarfærsla handrits

JS 451 4to

Rímnabók ; Ísland, 1760

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-129v)
Rímnaflokkur út af ævisögu þeirra fyrstu foreldra, Adams og Evu
Titill í handriti

Rímnaflokkur út af ævisögu þeirra fyrstu foreldra allra manna, Adams og Evu

Upphaf

Sagna grein úr sinnu bý / set ég hljóðs á stræti …

Athugasemd

32 rímur.

Í bindinu er bréfsumslag til Jóns Jónssonar sýslumanns í Grenivík.

Efnisorð
2 (129v-137v)
Rímur af Enok
Titill í handriti

Nokkur rímnaerindi út af þeim nafnfræga patriarka Enoch, sem uppnuminn var til himins

Upphaf

Ég vil bæta mér í munni / mjög er fánýt dagleg ræða …

Athugasemd

2 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ii + 137 + ii blöð (188 mm x 150 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd ; Skrifari:

Óþekktur skrifari.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1760.
Ferill

Þessa bók á ég undirskriifaður með réttu og er vel að henni kominn. Þorsteinn Þorsteinsson.

Aðföng

Alþingi keypti handrita- og bókasafn Jóns Sigurðssonar árið 1878. Safnið var afhent Landsbókasafni að honum látnum, en hann lést 7. desember 1879. Það komst í hendur safnsins árið 1881 er það var flutt í Alþingishúsið.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir lagfærði skráningu 16. september 2016 ; Halldóra Kristinsdóttir yfirfór skráningu, 25. júlí 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 6. júní 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn