Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

ÍBR 2 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1700-1840

Innihald

(1r-123v)
Samtíningur
Titill í handriti

Samtíningur

Athugasemd

Miscellanea I, mest andlegs efnis. (áðr ÍBR. A. 2). Efnið er ræður og guðrækilegar greinir. Annað merkast: Boðsbréf að stofnun evangeliska smáritafélagsins eftir síra Jón Jónsson á Möðrufelli með nöfnum hinna fyrstu félagsmanna; æviágrip síra Magnúsar Péturssonar á Höskuldsstöðum, konu hans, Ásgerðar Pálsdóttur (og ætt hennar) og ekkju Guðmundar Sveinssonar; nokkurar málfræðilegar og sögulegar minnisgreinir (einkum um Forngrikki).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
ii + 123 + ii blöð, auk þess 2 innskotsblöð, milli blaða 88 og 89 (1) og 117 og 118 (1), með hendi Páls Pálssonar.
Fylgigögn
Tvö innskotsblöð: eitt milli blaða 88 og 89 og eitt milli blaða 117 og 118, með hendi Páls Pálssonar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland 1700-1840
Ferill

Guðmundur Einarsson sýsluskrifari, gaf Reykjavíkurdeild Hins íslenska bókmenntafélags 1865.

Áður ÍBR. A. 2.

Aðföng

Landsbókasafn keypti handritasafn Reykjavíkurdeildar Hins íslenska bókmenntafélags 1901.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Örn Hrafnkelsson frumskráði fyrir myndvinnslu, 13. janúar 2010 ; Handritaskrá, 3. b.
Viðgerðarsaga

Páll Pálsson stúdent batt á árunum 1865-1866.

Athugað fyrir myndatöku janúar 2010: Var losað úr bandi og gert við blöð.

Myndað í maí 2010.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í maí 2010.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Samtíningur

Lýsigögn