Skráningarfærsla handrits

ÍB 389 4to

Samtíningur ; Ísland, 1700-1800

Athugasemd
Úr fórum Halldórs Hjálmarssonar konrektors, sumt með hendi hans
Tungumál textans
íslenska (aðal); latína; danska

Innihald

1
Tækifæriskvæði
Athugasemd

Þar í grafskriftir og erfiljóð yfir: Jón Steinsson (eftir Benedikt M. Bech, eiginhandarrit), Hólmfríði Björnsdóttur á Helgastöðum (eftir síra Þorlák Þórarinsson), Bjarna Halldórsson sýslumann (á dönsku, eftir síra Rafn Jónsson, eiginhandarrit), Nicolai Hofgaard kaupmann í Stykkishólmi (eftir síra Jón Bjarnason á Ballará, eiginhandarrit), Jón Eiríksson konferensráð, Jens Spendrup og konu hans, Helgu Jónsdóttur (eftir Odd sýslum. Magnússon, eiginhandarrit), Magnús Gíslason amtmann og konu hans, Gísla Magnússon biskup (á latínu, eftir Odd Halldórsson Vídalín, eiginhandarrit), Þorleif Sigurðsson (eftir síra Illuga Jónsson á Ofanleiti, eiginhandarrit), Guðrúnu Einarsdóttur, ekkju Jóns Árnasonar biskups (eftir síra Ólaf Brynjólfsson í Görðum á Akranesi, eiginhandarrit), Margréti Einarsdóttur o.fl. (eftir Benedikt M. Bech), Benedikt M. Bech (eftir Þorlák Björnsson), Árna Þórarinsson biskup, Þórarinn Jónsson sýslumann, brot (eftir síra Hallgrím Eldjárnsson), Ragnheiði Sigurðardóttur, síra Sigfús Guðmundsson á Stað í Kinn; enn fremur brúðkaupskvæði, heillaóskakvæði o.s.frv. (þar í eitt eftir Grunnavíkur-Jón til Gísla Magnússonar biskups, eiginhandarrit). Brot úr skíðarímu (á latínu)

121 blöð

2
Ræður
Athugasemd

74 blöð

Efnisorð
3
Drög úr kennslubókum eða fyrirlestrum í heimspeki úr Hólaskóla
Athugasemd

Sumt með hendi Hálfdánar Einarssonar rektors, 29 blöð

Efnisorð
4
Stefna
Athugasemd

Til síra Þorsteins Péturssonar á Staðarbakka 1749, 1. blað

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot. 225 blöð og seðlar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland á 18. öld.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Halldóra Kristinsdóttir yfirfór skráningu, 5. júlí 2012 ; Íris Alda Ísleifsdóttir frumskráði, 15. júlí 2011 ; Handritaskrá, 2. b. ; Átaksverkefni 2011.

Notaskrá

Höfundur: Hannes Þorsteinsson
Titill: , Jón Steinsson Bergmann
Umfang: III
Lýsigögn
×

Lýsigögn