Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,18

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Með því kongl maj. commissarius Árni Magnússon okkur tilskyldar, í ljósi að láta það við frekast vitum og fornumið höfum, um þau gömul skjöl, dóma og samþykktir, er þessu pássi Vestmannaeyjum við víki …

Athugasemd

Vitnisburðarbréf þar sem undirritaðir, Sigurður Sölmundsson og Clemus Jónsson, svara beiðni Árna Magnússonar um hvort þeir viti hvar gömul skjöl sem viðvíkja Vestmannaeyjum sé að finna. Þeir segja að ekkert slíkt hafi sést síðan umboðsmaðurinn Peder Vibe yfirgaf eyjarnar 1693. Dagsett 31. maí 1704.

Með fylgja tveir seðlar (tvíblöðungur og stakt blað) ritaðir af Árna Magnússyni þar sem hann kemur með frekari upplýsingar um málið á dönsku, segist m.a. hafa talað við Peder Vibe í Kaupmannahöfn.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (210 mm x 165 mm). Bl. 2v er autt.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca 18.

Skrifarar og skrift
Ein hönd auk undirskrifta.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi 31. maí 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 2. maí 2018.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn