Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,10

Vitnisburðarbréf um kaup á hjalli í Vestmannaeyjum

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Vitnisburðarbréf um kaup á hjalli í Vestmannaeyjum
Upphaf

Það meðkenni ég Björn Ólafsson, búandi í Gvöndarhúsum á Vestmannaeyjum, og auglýsi hér með …

Athugasemd

Björn Ólafsson vitnar um það að hafa keypt hjall af Lofti Ögmundssyni að viðstöddum Niels Regelsen. Bréfið er dagsett 27. maí 1704.

Á 2r hefur Árni Magnússon ritað frekari upplýsingar um hjallinn.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (210 mm x 165 mm). Síður 1v og 2v eru auðar.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur auk undirskrifta.

I (1r): Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II (2r): Árni Magnússon, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi árið 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 17. maí 2018.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn