Håndskrift detailjer
AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,E,I-II
Der er ingen billeder tilgængelige for dette håndskrift.
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens
Indhold
Fimm skjöl er varða Henrik Gerkens
LXXVI,E,I,1. Dómur um kærur Henriks Gerkens á hendur Þorsteini Torfasyni
„Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Oddur Túmasson, Ormur Jónsson, Jón Grímsson, Þórður Guðmundsson og Bjarni Einarsson lögréttumenn …“
Afrit af dómi um kærur Henriks Gerkens á hendur Þorsteini Torfasyni, dags. 15. september 1561.
Með fylgir uppskrift í áttablaðabroti með hendi Hans Beckers, merkt „ad LXXVI.E.“
Íslenzkt fornbréfasafn XIII, nr. 494, bls. 651-653.
LXXVI,E,I,2. Tylftardómur
„Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Arngrímur Jónsson, Jón Ormsson, Erlindur Jónsson, Magnús Gunnsteinsson, Jón Sigurðsson …“
Afrit af tylftardómi sem dæmir löglegt kaup Henriks Gerkens á hálfu Svignaskarði og Sigmundarnesi, dags. 30. júní 1567.
Með fylgir uppskrift í áttablaðabroti með hendi Hans Beckers, merkt „ad LXXVI.E.“
Íslenzkt fornbréfasafn XIV, nr. 452, bls. 634-635.
LXXVI,E,I,3. Vitnisburður
„Hér eftir kemur það bréf sem herra Páll Stígsson gaf Henrik Gerkens Hannessyni og vitnisburðarbréf sem Þórður bóndi Guðmundsson honum gaf …“
Afrit af vitnisburði Þórðar Guðmundssonar um hegðan Henriks Gerkens, dags. 9. ágúst 1567.
Íslenzkt fornbréfasafn XV, nr. 4, bls. 3.
LXXVI,E,I,4. Leyfisbréf
„Jeg, Povel Stigsen, kong. mattz befalingsmand over Island, gjør alle vitterligt med dette mit åbne brev, at jeg på højbemeldte kong. mattz …“
Afrit af bréfi þar sem Páll Stígsson hirðstjóri leyfir Henrik Gerkens bólfestu á Íslandi ævilangt, dags. 12. maí 1562.
Með fylgir uppskrift í áttablaðabroti með hendi Hans Beckers, merkt „ad LXXVI.E.“
Neðst á 2r er ritað með fjólubláum blýanti, sennilega af Guðmundi Þorlákssyni: „NB. Þetta bréfið hefur efl. verið skr. fyrst. (G.Þ.)“
Íslenzkt fornbréfasafn XIII, nr. 543, bls. 730-731.
LXXVI,E,I,5. Vitnisburður
„Vor alless weme denn disser breff tho sehe. horen oder lesenn werdt vorkamen wat standes. Condition oder wesens de sin. don kundt vnn bekennen wir burgemeistere vnn Radtmanne der stadt Hamburg …“
Afrit af vitnisburði borgmeistara og ráðmanna Hamborgar um Henrik Gerkens, dags. 8. febrúar 1568.
Neðst á 2v er ritað með samtíða hendi: „Þetta er[u] útskriftir af þeim bréfum sem Henrik Gerkens [H]anssonar til ke[mur].“
Með fylgir uppskrift í áttablaðabroti með hendi Hans Beckers, merkt „ad LXXVI.E.“
Íslenzkt fornbréfasafn XV, nr. 53, bls. 64-65.
Fimm skjöl er varða inventarium Þingeyraklausturs.
LXXVI,E,II,1. Skipun um sölu á klausturvarningi
„Der kong M: zw Denmarken meiner gnedigsten Hern vndwirdiger beuelsmahn offer Jslannth bekenne mit diesser offenen versiegeltem handskrifft …“
Afrit af bréfi þar sem Jóhann Bocholt skipar Jóni Jónssyni og Henrik Gerkens að selja varning (lat. inventario) Þingeyra- og Reynistaðaklaustur, dags. 1. júlí 1571.
Prentað eftir öðru afriti (AM apogr. 660) í Alþingisbókum Íslands I, bls. 93-94.
LXXVI,E,II,2. Vitnisburðarbréf
„Það gjörum vér Þórarinn Gíslason, Gísli … Jón Filippusson, Gestur Þorkelsson og Stefán Guðmundsson góðum mönnum kunnugt að árum eftir guðs burð …“
Afrit af vitnisburði nokkurra manna sem votta að þeir hafi verið til kvaddir af Henrik Gerkens og verið viðstaddir og séð smjör rétt mælt á Þingeyrum, 29. mars 1577.
LXXVI,E,II,3. Farmbréf
„Það gjöri ég Henrik Stein kaupmaður Markus Hess borgmeistara í Kaupinhafn að ég hefi meðtekið af Henrik Gerkins Hannessyni af Þingeyraklausturs inventarium eftir skikkan …“
Afrit af bréfi frá Henrik Stein kaupmanni til Markus Hess, borgarmeistara í Kaupmannahöfn, um að hann hafi tekið við varningi úr Þingeyraklaustri, dags. 18. ágúst 1575.
LXXVI,E,II,4. Kvittun
„Jeg Johann Bucholt konglig majestatis befalningsmand over Island kiendis og gior for alle vidurligt meth thete obene bref …“
Afrit af bréfi þar sem Johann Bucholt (Johann Bockholt) kvittar Henrik Gerkens um afhending kvikfjár Þingeyraklausturs, dags. 27. september 1570.
Á eftir fylgir afrit af staðfestingu þriggja manna um að rétt hafi verið eftir frumbréfi skrifað, dags. 4. september 1607.
Íslenzkt fornbréfasafn XV, nr. 310, bls. 441-442.
LXXVI,E,II,5. Vitnisburðarbréf
„Það gjörum vér Jón Jónsson, Ari Erlendsson, Ólafur Þorkelsson, Gísli Brandsson, Illugi Túmasson og Jón Ólafsson góðum mönnum vitanlegt og vottum fyrir full sannindi …“
Afrit af bréfi þar sem sex menn staðfesta að þeir hafi verið tilkallaðir af Jóni Jónssyni lögmanni til að votta um rétt magn smjörs á Þingeyrum, dags. 17. desember 1577.
LXXVI,E,II,6. Vitnisburðarbréf
„Svofelldan vitnisburð ber ég Oddur Andrésson að ég afhenti vegna lögmannsins sáluga Jóns Jónssonar norður á Akureyri í Eyjafirði smjör og vaðmál uppá lest fiska þann tíma sem ég var í hans þjónustu hvörja fyrrskrifaða lest ég afhenti kaupmanninum Rasmus að nafni …“
Afrit af vitnisburði Odds Andréssonar um afdrif inventarium Þingeyraklausturs, dagsett 17. mars 1611.
Á eftir þessu bréfi kemur staðfesting um að öll fyrrskrifuð bréf séu rétt upp skrifuð, undirrituð af Steinþóri Gíslasyni, Gísla Jónssyni, Jóni Ólafssyni og Birni Jónssyni, dags. 11. apríl 1619.
Fysisk Beskrivelse / Kodikologi
Pappír með vatnsmerkjum.
- Eindálka.
- Leturflötur er breytilegur.
- Línufjöldi er breytilegur.
Sex hendur auk eiginhandaráritana.
I. E,I,1-3 (1r-1v): Óþekktur skrifari, léttiskrift.
II. E,I,4 (2r): Óþekktur skrifari, fljótaskrift.
III. E,I,5 (2v): Óþekktur skrifari, léttiskrift.
IV. E,II,1-5 (1r-2r): Óþekktur skrifari, léttiskrift.
V. E,I,5 (2r): Steinþór Gíslason, fljótaskrift.
VI. ad LXXVI,E,I: Hans Becker, fljótaskrift.
Fylgiseðill frá síðari hluta 20. aldar þar sem segir að LXXVI, E, I, 6 sé flutt yfir í LVI, 16, sem það sé uppskrift af, og vísað til Íslenzkt fornbréfasafns XV, bls. 137.
Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.
Historie og herkomst
[Additional]
- Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Bibliografi
Forfatter | Titel | Redaktør | Omfang |
---|---|---|---|
ed. [ Páll Eggert Ólason ] | 1933-1939; 13 | ||
ed. [ Páll Eggert Ólason ] | 1944-1949; 14 | ||
ed. [ Páll Eggert Ólason ] | 1947-1950; 15 |