Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,4

Skikkunarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Skikkunarbréf
Upphaf

Eðla göfugur og hávísi herra lögmann Sigurður Björnsson minn mikilsvirðandi herra og föðurlegur velgjörðamann …

Athugasemd

Bréf sr. Ólafs Péturssonar til Sigurðar Björnssonar lögmanns um að Þórður Magnússon í Vestmannaeyjum skuli skikkaður til að snúa aftur til sinnar ektakvinnu, Guðrúnar Ingjaldsdóttur í Útskálakirkjusókn, sem hefur ekki séð hann í sjö ár, dags. 20. september 1699. Í framhaldi af bréfi sr. Ólafs kemur bréf Sigurðar til Ólafs Árnasonar, sýslumanns í Vestmannaeyjum, um þessa skikkun, dagsett sama dag.

Á 2v er utanáskriftin „Bref hr. lögmannsins uppá Þórð Magnússon“

.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXVI-K4). Stærð: 124 x 111 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 124 mm.

    Mótmerki: fangamark CDG (IS5000-DIF-LXXVI-k4-wm1). Stærð: 14 x 37 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 50 mm.

    Notað í 1699.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (319 mm x 212 mm). Síða 2r er auð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca. 36.

Ástand
Ástand gott.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I (1r): Ólafur Pétursson, fljótaskrift.

II (1r-1v): Sigurður Björnsson, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Laus seðill, sennilega með hendi Árna Magnússonar þar sem gefnar eru upplýsingar um framhald málsins sem bréfinu viðkemur. Þar kemur fram að Þórður hafi aldrei yfirgefið Vestmannaeyjar og að Guðrún sé látin. Á sama seðli er yfirstrikaður texti sem segir m.a. „Exemplari sem Ásta kona sr. Ólafs Eyjólfssonar hafði með sér fært frá Alger til Vestmannaeyja“.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi árið 1699.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 17. maí 2017. ÞÓS skráði 16. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 14. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,4
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Skikkunarbréf

Lýsigögn