Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXVI,K,1

Jarðakaupabréf

Tungumál textans
danska

Innihald

(1r)
Jarðakaupabréf
Upphaf

Jeg umser Hr Lofter og tilsieger Ormer Jortssen paa hans kongl. maj.ts vegne en jord her paa Westmandöe kaldis …

Athugasemd

Afrit af jarðakaupabréfi Hans Christensen, dags. 13. ágúst 1694.

Ólafur Árnason og Sigurður Sölmundsson votta að rétt sé eftir frumbréfi skrifað, dags. 29. maí 1704.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
1 blað (203 mm x 165 mm). Verso-síðan er auð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi ca. 19.

Ástand
Ástand gott.
Skrifarar og skrift
Ein hönd auk undirskrifta.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn

Blaðið er í umslagi. Framan á það er ritað með hendi Árna Magnússonar: „Document ur Vestmannaeyum 1704.“ Með yngri hendi er ritað „AM. 919, 4to“ og með annarri hendi „Fasc. lxxvi. K.1-21.“ Innsíður og baksíða handritsins eru auðar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Íslandi árið 1704.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 16. maí 2017.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn