Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,59

Kaupbréf

Tungumál textans
danska (aðal); íslenska

Innihald

(1r-v)
Kaupbréf
Upphaf

Vi Christian den femte af guds nåde, konge til Danmark og Norge …

Athugasemd

Afrit af konungsbréfi Kristjáns V. um ýmsar jarðir sem seldar eru Magnúsi Jónssyni, dags. 3. maí 1694.

Á eftir bréfinu fylgir vitnisburður Árna Geirssonar um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 30. júní 1694.

Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Gísla Jónssyni og Steindóri Helgasyni, dags. 9. október 1703.

Síður 3r-6r hafa að geyma annað afrit af sama bréfi.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki 1: skjaldarmerki Amsterdam (IS5000-DIF-LXXV-59_1). Stærð: 104 x 110 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 117 mm.

    Mótmerki 1: óþekkt fangamark (IS5000-DIF-LXXV-59_1-wm1). Stærð: 20 x 30 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 24 mm.

    Notað frá 1694 til 1703.

    Framleiðandi: Drewsen- Johan.

    Framleiðslustaður: Strandmøllen.

  • Aðalmerki 2: ljón með öxi (IS5000-DIF-LXXV-59_3-6). Stærð: ? x 79 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 77 mm.

    Ekkert mótmerki.

    Notað frá 1694 til 1703.

Blaðfjöldi
6 blöð (163-315 mm x 102-208 mm). Síður 2v og 6v eru auðar.
Umbrot

  • Eindálka.

Ástand
Blöð 1-2 eru nokkuð snjáðar og gert hefur verið við nokkur göt.
Skrifarar og skrift
Tvær hendur að mestu.

Óþekktir skrifarar, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Efst á 1r er ritað safnmark með svörtu bleki og ártalið 1694 með blýanti.
  • Efst á 3r er með hönd Árna Magnússonar ritað: „Ex apographo vidimato.“
Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi 1694-1703.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. mars 2017. ÞÓS skráði 16. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 12. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Kaupbréf

Lýsigögn