Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,58

Jarðabréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Jarðabréf
Upphaf

Ég undirskrifaður Sigmundur Pálsson meðkenni með þessum mínum vitnisburði, að þá sáluga Ásgrímur Sigurðsson, sem hálft fjórða hundrað átti í jörðunni Höfn …

Athugasemd

Afrit af bréfi dags. 18. júní 1693, þar sem nokkrir menn gefa vitnisburði sína um að rekafjaran Kóngsvík tilheyri Skaftafellssýslu.

Vitnisburður sama efnis undirritaður af Ísleifi Einarssyni sýslumanni, dags. 22. júní 1706.

Á eftir bréfinu fer vitnisburður um að bréfið hafi verið lesið upp í lögréttu 22. júlí 1706.

Vitnisburður um að rétt sé skrifað eftir frumbréfi undirritaður af Ögmundi Ögmundssyni og Páli Jóhannssyni, dags. 23. júlí 1706.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Vatnsmerki: í vinnslu (IS5000-DIF-LXXV-58). Stærð: 13 x 45 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 56 mm.

    Notað í 1706.

Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (205 mm x 155 mm).
Umbrot

  • Eindálka.

Ástand
Blaðið er í góðu ásigkomulagi.
Skrifarar og skrift
Að mestu ein hönd, auk eiginhandarundirskrifta.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift að mestu, fljótaskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi árið 1706.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu 27. nóvember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. mars 2017. ÞÓS skráði 17. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jarðabréf

Lýsigögn