Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,26

Vitnisburður um gjöf Eggerts Hannessonar

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-2r)
Vitnisburður um gjöf Eggerts Hannessonar
Vensl

Bréf sama efnis frá 1578 er í AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,25.

Upphaf

Í nafni heilagrar þrenningar meðkennum, yfirlýsum og opinbert gjörum …

Athugasemd

Afrit af vitnisburði um gjöf Eggerts Hannessonar til dóttur sinnar Ragnheiðar og barna hennar.

Vitnin eru: Torfi Jónsson, Guðmundur Helgason, Guðmundur prestur Einarsson, Ormur Erlingsson, Konráð Jónsson, Lassi Jakobsson.

Upprunalega bréfið er dags. 1580.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (200 mm x 162 mm). Bl. 1r og 2v auð. Á bl. 1r er límdur seðill.
Umbrot

  • Eindálka. Skrifað í einu lagi þvert yfir bl. 1v-2r.
  • Leturflötur er ca 160 mm x 290 mm
  • Línufjöldi er 25.

Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað efst í vinstra horn blaðs 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Fylgigögn
Seðill límdur efst á bl. 1r: Bréf og lýsing Eggerts Hannessonar að hann gæfi sinni dóttur Ragnheiði og hennar börnum allt það fastagóss og lausa peninga sem hann ætti á Íslandi.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi á síðari hluta 16. aldar eða á 17. öld.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. febrúar 2017.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn