Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXV,1

Vitnisburðarbréf ; Íslandi

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Árni Snæbjarnarson ráðsmaður heil. Skálholtskirkju, Ólafur Oddsson, Rafn Oddsson kirkjuprestur …

Athugasemd

Afrit af bréfi rituðu árið 1481 sem aftur er afrit af bréfi sem ritað var árið 1439. Það bréf er síðan afrit af frumbréfinu sem ritað var 17. júní 1368 og er vitnisburður séra Snorra Þorleifssonar, séra Flosa Jónssonar og séra Þorláks Narfasonar um biskupsgistingar á hálfkirkjum.

Skjalið er prentað (eftir annarri uppskrift) í Íslenzku fornbréfasafniIII, br. 198, bls. 247-248.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Tvíblöðungur (200 mm x 163 mm).
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið skrifað efst á bl. 1r. Einnig er ritað safnmarkið MSteph. 78 Fol. p. 244-246 þar sem uppskrift sama bréfs má finna. Þá eru einnig rituð ártölin 1368, 1439 og 1481 með blýanti á ytri spássíu.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skjalið var skrifað á Íslandi um 1760-1770.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu á árinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 21. ágúst 2018.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn