Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,26

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska (aðal); spænska

Innihald

(1r)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

San Juan de Ansoa natural espanol christiano catolico apostolico romano vecino de Elanchobe parecio presente del ante del gobernador …

Athugasemd

San Juan de Ansoa frá Elantxobe á Spáni neitar því að hafa viljað liggja með Þórunni Jónsdóttur nauðugri og segist ekkert vilja með hana hafa. Bréfið er dagsett 24. júlí 1664 og undir það skrifa Jakob Benediktsson, Gísli Jónsson, Bautista de Aguirre, Marcos Dedorstua(?), Brynjólfur Bjarnason og Nikulás Brandsson.

Utanáskrift á 1v: Þetta er [...] og andsvör spánsku.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: dárahöfuð með 4 bjöllum á kraga, Hermes krossi, 3 stórir hringir (IS5000-DIF-LXXIV-26). Stærð: 104 x 65 mm.

    Notað í 1664.

Blaðfjöldi
Eitt blað (334 mm x 208 mm). Bl. 1v er að mestu autt.
Ástand

Brotalínur.

Skrifarar og skrift
Þrjár hendur auk undirskrifta.

I. Óþekktur skrifari, léttiskrift.

II. Jakob Benediktsson, fljótaskrift

III. Gísli Jónsson, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1664.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 25. maí 2018. ÞÓS skráði 21. júlí 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 13. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn