Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIV,10

Vitnisburður um arf eftir Þórunni Jónsdóttur ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-2v)
Vitnisburður um arf eftir Þórunni Jónsdóttur
Upphaf

Anno 1597 á föstudaginn næstan eftir Pétursmessu og Páls á almennilegu Öxarárþingi eftir lögfestu Péturs Pálssonar, vorum við Jón Jónsson og Skúli Jónsson þar staddir …

Niðurlag

… Og til sanninda hér um þrykkjum við okkar innsiglum fyrir þetta bréf hvert skrifað var í sama stað, degi og ári sem fyrr segir.

Athugasemd

Um arf Jóns Björnssonar og Magnúsar Björnssonar eftir föðursystur sína, Þórunni Jónsdóttur.

Á bl. 4v stendur: Tilboð Jóns Björnssonar að svara þeim lögmönnum sem uppá arf Þórunnar Jónsdóttur vildu tala. NB 1597.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
Eitt blað (150 mm x 195 mm). Bl. 1v og 2r eru auð.
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 90 mm x 170 mm.
  • Línufjöldi er 14.

Ástand
Aftasta blaðið er nokkuð skítugt.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Safnmarkið er skrifað efst á bl. 1r.

Band

Umbúðir og askja frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Leifar af tveimur innsiglum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi 1597.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu á árinu 1996 eða 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • JH skráði samkvæmt reglum TEIP5 28. júlí 2017.
  • ÞS lagfærði og jók við 27. september 2017.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn