Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,23

Vitnisburðarbréf

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Gunnfríður Jónsdóttir, að ég var vistföst, vestur í Bæ á Rauðasandi, í fjögur samfleytt ár. Varð ég oft og ósjaldan áheyrsla, að Magnús heitinn Jónsson sofnaður í Guði, lýsti því …

Athugasemd

Gunnfríður Jónsdóttir staðfestir að hafa heyrt Magnús Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu Magnúsdóttur, dóttur sinni, jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði (réttara Þórustaði, sbr. utanáskrift). Bjarni Kálfsson, Guðmundur Tómasson og Jón Helgason votta að hafa heyrt vitnisburð Gunnfríðar. Bréfið er dagsett 27. apríl 1598.

Utanáskrift á bakhlið: Vitnisburður um Þórustaði og Ballará er M. heitinn …

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað (96 mm x 339 mm).
Ástand
Brotalínur.
Skrifarar og skrift
Ein hönd.

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Innsigli

Þrjú innsigli eru fyrir bréfinu.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Eyri í Skutulsfirði 27. apríl 1598.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 23. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn
×

Lýsigögn